Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 159
156
A. Eldtraust þakefni:
1. Leirsteinsþök.
2. Helluþök.
3. Málmþök.
4. Pakkaþök.
5. Asfaltþök (og Ieirþök).
6. Trjesementþök og eldsementþök.
B. Loghœtt þakefni:
7. Spónþök.
8. Hálmþök.
9. Torfþök.
10. Timburþök (venjuleg, úr borðum).
11. Glerþök.
Af þakefnum þessum álít eg að hjerlendis geti nú
naumast komið til greina önnur en þessi:
1. Torfþök (og ef til vill stráþök).
2. Pappaþök.
3. Járnþök.
4. Trje- eða eldsementþök (eldslímþök).
Eg get nefnilega ekki, hve gjarna sem eg vildi,
gert mér von um, að sú framför í iðnaði liggi nærri
fyrir oss, að vjer förum að geta unnið sjáifir t. d. leir
þann, er tígulsteinn og leirsteinn til að þekja með, er
unninn af, eða önnur þau efni, sem nú eru höfð í þök
hjá öðrum þjóðum, þó þau kunni að vera til í landinu
sem óunnin jarðefni, svo að þjóðhagfræðisástæður geta
í þessu tiliiti ekki komið til greina. Yér megum búast
við að verða enn lengi að kaupa utan að öll þakefni önn-
ur en torfþök, og ef til vill stráþök, sem kynni að mega
fá efni í á einstökum stöðum.
Leirsteinn og liella má álíta að sje oss óhagkvæm
þakefni, sökum þess að þau eru þung og brothætt í
flutningi, og auk þess er hætt við að snjór og regn leiti