Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 160
166
inn um þau þegar hvassviðri eru, eða að þau rjúfl; enn-
fremur eru þau súggjörn, og leiða bæði hita og kulda.
Af málmþökum eru koparþölc, bli/þök og zinkþök eigi
líkleg til að verða notuð hjer; það eru of dýr þakefni
fyrir oss alment, auk annara óþæginda við þau. Flatt
járn er eigi heldur hentugt í þök.
Asfaltþök springa við mikinn kulda; eru auk þess
mjög dýr. Leirþök eru einuig lítt hagkvæm; eru að
úreldast.
■ Spónþök og timburþök eru of skammæ^; þarafleið-
andi of óáreiðanleg og dýr til að vera notuð alment,
einkum hjer, þar sem efnið verður að kaupa utan að.
Hálmþök nota bændur i kornyrkjulöndunum, eink-
um á úthýsi, með því þeir geta veitt sjer efnið frá sjálf-
um sjer. Þau duga að meðaltali 12—15 ár.
Olerþök eru notuð einungis þar sem svo stendur á,
að fá þarf birtnna að ofan frá þakinu. Annars er gler-
ekkert eiginlegt þakefni á hús alment.
Því næst sný eg mér að þakefnum þeim, er eg
ætla að hjer geti helzt komið til greina.
1. a. Torfþök.
Þakefni þessu þarf hjer ekki að lýsa. Það er
hverjum hjerlendum manni svo kunnugt; hef eg einnig
lýst því all-ítarlega í ritgerð minni „um húsabætur“.
En eg vil hjer leyfa mjer að skýra frá, hvernig erlend-
is er álitið að ganga þurfi frá torfþökum, ef þau skal
nota.
í Noregi eru torfþök enn notuð nokkuð á útihús.
Aðferðin við að leggja þau á er þessi:
Undir torfþaki verður ætíð að hafa rennisúð úr
borðum, er sje randsett saman, eða þó holdur rönduð á
víxl, eins og venjulegt er við ytri þök úr timbri. í