Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 161
167
uppreptinu er því bezt að sje langbönd, svo negla megi
borðin á langböndin.
Þakhallinn má ekki vera mjög mismunandi. Risið
ætti að vera x/4 húsbreiddarinnar, þannig, að á 8 álna
breiðu húsi sje hæðin frá bita til mænis 2 álnir. Sje
risið brattara, er hætt við að torfið skr|ði eða sígi, o% jí-
togni þannig af þunga sínum, verði við það lausara 1
sjer, og haldi lakar grasrótinni; sje það flatara, steypir
það ekki nógu vel af sjer vatninu.
Ofau á súðina skal lagt næfralag. Það er hið eig-
inlega vatnsvarnarlag í þakinu. Torflaginu er eigi ann-
að ætlað en að draga úr mismun hita og kulda og þann-
ig gera þakið hlýrra og varanlegra.
Næfrarnar verður að velja svo stórar sem hægt er og
skara þær vel. Bezt er að næfralagið verði alveg tvö-
falt. Næfurin er negld við súðarborðin með smá-
nöglum (stiptum).
Af torfinu eru höfð tvö lög; hið innra með gras-
svörðinn inn, eu út á því ytra. Þess skal vel gætt að
torfasamskeytin á innra þakinu verði undir miðri torfu
á ytra þakinu.
Yíða, t. d. í fjalisveitunum í Bæjaralandi (Bæ-
heimi, Baiern) eru torfþök að nokkru notuð. Þar er
notaður bikaður pappi í stað næfra, sem vatnsvarnarlag.
Súðin er þá fyrst bikuð, svo stráð ösku, þá lögð
nokkur lög af bikuðum pappír hvort ofan á annað; of-
an á pappírslögin er stráð smáum sandi, og þar uæst
þakið með torfinu.
Sumstaðar eriendis er tíðkað að leggja eldtraust
þak á grind eða súð utan yfir torfþakið. En slíkt má
álíta óþarflega kostnaðarsamt, sje annars svo vel um
búið uudir torfinu, sem áður er frá skýrt.