Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 162
168
Mundu eigi torfþökin duga betur hjer á landi, ef
þannig væri frá þeim gengið?
Ef vera kynni að einhverjir vildu reyna
B. stráþök,
þar sem auðfenginn væri marhálmur, vatnsstör, eða ef
til vill sef, skal eg hjer stuttlega skýra frá hvernig slík
þök eru gerð.
Vegna þess, hve loghætt slík þök eru, er ekki ráð-
legt að hafa þau á íbúðarhúsum eða húsum, sem
svo eru nærri eldstóm með reykháfum, að líklegt sje
að lifandi gneistar frá þeim geti borizt í loptinu.
Uppreptið* undir stráþaki er ætíð með sperrum,
með 3—4 feta millibili. Á sperrurnar eru svo negldir
rimlar, 2—3 þml. breiðir og l1/,—2 þml. þykkir, með
10—12 þml. millibili. Neðsti rimillinn er negldur niður
við þakskegg, hinn efsti 7—8 þml. frá mæni
öeta verður þess, að stráþök eiga að hafa svo mik-
ið ris, að helzt sje eigi minna en íji breidd hússins =
4 álnir á 8 álna breiðu, o. s. frv.
Stráið, sem þekja á með, er lagt í knippi, svo greitt
sem unt er, og svo löng, sem stráið leyfir, helzt eigi
minna en 2—3 feta. Knippi þessi eiga að vera 6—8
þml. að þvermáli. Þau eru bundin saman með einu
bandi af járnvír, 5—6 þml. frá öðrum (efri) endaknipp-
isins.
Knippi þessi eru nú bundin þannig á rimlana, að
byrjað er á næst neðsta rimli, og er járnvírsbandi brugð-
ið utan um rimilinn og knippið, í sarna stað sem bind-
ingin er á því sjálfu. Knippin eru lögð svo þjett sam-
an sem unt er. Þegar búið er að fylla þenna rimil,
er bundið á þann næsta, og svo hvern af öðrum á sama
hátt. Áð síðustu er mænirinn þakinn óbundnum knipp-