Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 163
159
um þvert yfir, er sje nokkuð (x/4) þykkari en hin knipp-
in. Mæniknippi þessi eru fest með því sð leggja rimla,
eða helzt sívalar rár, sína hvoru megin mænis ofan á
þau, og binda rár þessar á sama hátt með járnvír ofan
í efstu þakrimlana, eða, sem betra er, í rá, sem liggi í
í sperrukverkunum að neðan (innan) eptir endilöngu
húsinu.
Er svo gengið frá þakinu með því að jafna það að
utan, raka af lausu stráin o. s. frv., og setja vind-
skeiðar á við gaflana.
Sá er þakið leggur, má eigi standa á rimlunum né
á þakinu sem búið er; betra að hafa trje til að standa
í, er hengt sje upp með því, að bregða lykkjum um
eudana á því, af bandi, er liggi yfir mænirinn, svo
þannig megi færa tréð upp þekjuna jafnóðum og þakið
hækkar. Undir trje þessu verða þó að vera önnur trje
eða borð er það hvíli á og færist eptir meðan á verk-
inu stendur. Meiningin er að forðast að troða ójöfnur
eða holur í þekjuna.
2. Pappaþök.
Þótt eigi sje líklegt að pappaþök verði alment
notuð hjerlendis, vil eg þó fara um þau nokkrum orðum,
helzt vegna þess, að mjer þykir líklegt að þau reynd-
ust betur en verið hefur eða yrðu vinsælli, ef aðferðin
við að leggja þau væri notuð sú er nú skal greina.
Súðin á að vera ger af vel þurrum borðum, er
lögð sje rönd við rönd eptir lengd hússins eða þvert á
sperrurnar. Pallalengjurnar á að leggja upp og ofan
frá einu þakskeggi til annars yfir mæninn. En eigi
má negla pappann í súðarborðin, heldur í lista, er negld-
ir sje á súðina upp og ofan, áður en pappinn er lagð-
ur á.