Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 164
160
Listar þessir eiga að yera þrístrendir, helzt sagað-
ir á víxl úr l1/^ þml. þykkum borðum, og á breiddin
að neðan að vera 3 þml. en % þml. að ofan; sje þar
brúnirnar heflaðar af svo ávali myndist. Bilið milli
listanna fer eptir breidd pappans; því þegar hann er
lagður á, eiga brúnirnar á pappalengjunum að ná í
hið minsta 2/8 af síðubreidd listans upp á hann beggja
vegna. Þar, í listasíðuna, er pappanum tylt með smá-
nöglum með nokkuð löngu millibili. En hegar búið er
að leggja pappann á þannig, er papparæma lögð yfir
listakambinn endilangan, svo breið, að hún nái svo sem
einn þml. út fyrir listann hvoru megin. Þá er neglt
bæði gegnum ræmuna og pappalengjubrúnirnar, hjer
um bil um miðja listasíðuna, með flathausuðum þuml-
ungsnöglum, og með 2. þml. millibili.
Þegar þannig er að farið, er síður hætt við að
pappinn skemmist (togni, rifni, kylpi) af breytingum
þeim sem súðin tekur, er hún gisnar eða bólgnar við
mismunandi hita og kulda, þurka og raka. Eins nær
vindur síður taki á pappanum, því að listarnir taka úr.
— Ef skeyta þarf saman lista á súðinni, eiga sam-
skeytin að vera yfir miðju borði, en ekki yfir borða-
mótum.
Standi svo á að skeyta þuríi saman pappa á þekj-
unni, á að skara hann um minst 4 þml., nogla svo bæði
undir- og yfirborðið niður með pappaþak-nöglum, og
auk þess klína „asfalts“-leðju á undirborðið, áður en
yfirborðið er ueglt á, svo að bæði pappaborðin limist
saman.
Þegar búið er að leggja þakið þannig, verður að
sæta hlýju og þurru veðri (sólfari) til að bræða það
asfaltleðjunni og strá það sandi. Sópa verður alt ryk
af þekjunni áður en asfaltleðjan er borin á. Er það gert