Búnaðarrit - 01.01.1894, Side 167
163
upp (ót) á við, en á hinni niður (ínn) á við. Fellingar-
nar grípa þannig hvor í aðra.
Við þessar plötur þarf strjálli negling; og svo auð-
velt er að leggja þær á, að það getur hver laghentur
maður.
í öðrum löndum þykja járnþök ekkí hæfileg nema
á fremur óvönduð hús; alls eigi á íbúðarhús nje hlöður,
sakir þess hve köld þau eru, súghætt og hrímgjörn
m. fl.
Minsti þakhalli sem járnþak má hafa er 1:6, en
ætti helzt eigi að vera minni en 1:3, eða 1 áln. ris á
6 álna breiðu húsi. — Hjer er járnþak opt haft oí flatt,
einkum á hlöðum; en þá er því hættara við að leka; í
hvassviðrum fýkur regnið inn uudir plöturnar um enda-
samskeytin
4. Trjelímsþölt og eldlímsþök.
a. Trejlímsþök.1
„Að þekja með hinu svonefnda trjólímsþaki má
heita ný aðferð, sem mikið hefur verið notuð í Þjóð-
verjalandi, Sviss og víðar á síðastliðnum 10 árum, sjer-
staklega síðan stjórnin í Þjóðverjalandi árið 1882 skip-
aði svo fyrir, að allar „opinberar“ byggingar, viðvíkj-
andi landbúnaði og her,2 * * skyldi framvegis þekja með
trjélímsþaki, vegna þess hve þakefni þetta væri ágætt
og verðvægt (sbr. „Baugewerks-Zeitung,, 8/n. 1882).
Trjelímsþak er fundið upp 1839 af Samuel Hausler
kaupmanni í Hirschberg í Schlesvík. Hugmyndina hefur
liann fengið frá Austurlöndum.
*) Þenna kafla tek og að meatu orðrjett eptir Kolderup.
2) [.... siden den tyske Rogering i 1882 bestemte, at alle
offentlige Bygniuger, henhörende uuder Laudbrugsvæsenet og Mili-
teretaten ....].
11*