Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 171
167
lagi af smáum sandi á súðina, og er ætlunarverk þessa
sandlags að halda þakinu lausu frá súðinni, svo eigi hafl
áhrif á það, ef súðarborðin gisna eða bólgna.
Ofan á sandlag þetta er því næst Iagt lag af sterk-
um pappír, sem fæst frá trjeiímsverksmiðjunum í ströngl-
um, nærri 2 álna (45 þmi.) breiðum, og um 150 áln.
lengd í hverjum.
Pappírslengjurnar eru lagðar þvert yfir húsið upp
og ofan; en áður en lengjan er borin upp á þakið, er
bezt að taka mátulega lengd af strönglinum.
Betra er að tylla endunum niður með smá-nögl-
um, svo pappírinn haggist ekki meðan á þakningunni
stendur.
Pappírslengjurnar á að leggja 5—7 þml. á misvíxl.
Skarirnar á að líma saman rneð trjelími, eða lími til-
búnu af helmingi af hvoru línsterkju og álúni.
Á fám mínútum þornar liming þessi, og að því búnu
er borið hjer um bil línu e/i. þml.) þykt lag af volgu
trjelími á alt pappírsþakið.
Trjelímið á að velgja í potti, sem næst við hendina,
þangað til það er vel runnið. Ekki má það sjóða, því
við það missir það límefni.
Trjelímið er borið á með mjúkum strykli (Kost),
með hjer um bil 1% á'.nar löngu skafti.
Undir eins og búið er að bera trjelimið á, og áður
en það storknar, er næsta pappírslag lagt á, á sama
hátt sem hið fyrra. Að eins ber þess enn fremur að
gæta, að samskeyti á pappírslengjunum lendi nú á miðj-
um hinum fyr lögðu lengjum. Verður því að byrja frá
sama gafli og áður með hálfri lengju, ristri að endilöngu
eptir miðjunni.
Þannig er haldið áfram, alveg á sama hátt, þang-
að til komin eru 4 pappírslög með trjelímsklíningi á