Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 172
168
milli. Er þá þriðja lagið aptur byrjað með heilum dúk,
en hið fjórða með hálfum (frá 2. lagi), svo samskeytin
verði ætíð á víxl. Gott er að í efsta laginu sje lengj-
urnar sniðnar Iítið eitt Iengri, svo að hjer um bil 1.
þml. gangi niður fyrir hin lögin hvoru megin niður við
þakskeggið, er beygja megi eins og bryddingu inn und-
ir hin lögin. Á nú hið samanlimda pappírsþak að nema
rjett við standbrúnina með seitlugötunum, sem fyr er
nefnd.
Sumstaðar eru 3 pappírslög látin nægja, og fást
með því móti góð og vel vatnsheld þök; en hitt er þó
betra, að hafa 4 lögin.
Ofan á efsta pappírslagið er en klínt trjelími, og
þó nokkru (2/8 hlutum) þykkara en á milli laganna, eða
um 3 línur, og þar á ofan stráð 4—6 þml. þykku lagi
af smáum sandi, sem að nokkru leyti festist við trje-
límið um leið og það harðnar.
Að síðustu er lagt yfir alt þakið 2x/2—4 þml. þykt
lag af leirsandi (Grus). Það er jafnað ofan með valta
eða borði. Leirlagi þessu er ætlað að lilífa trjelíminu
fyrir áhrifum sólarhitans á sumrum og frostanna á
vetrum.
Sje ætlast til að þakið grasgrói eða verði notað fyr-
ir sáðreit, má í stað íeirsandslagsins hafa frjómoldarlag
jafnþykt eða lítið þykkara. Bezt er þó talið að hafa
hvorttveggja: þunt leirlag undir moldarlaginu.
Þannig tilbúið trjelímsþak er talið að vegi 28 pd.
á hverju ferfeti, að súðarborðaþunganum meðtöldum.
Bezt er að veðrið sje þurt, hlýtt og helzt lygnt,
þegar þakið er Iagt á. Ekki má hafa stígvjel á fótum
við þá vinnu; það kynni að skemma pappírinn.
Vandlega ber þess að gæta, að pappírslögin falli
vel sarnan, svo eigi verði loptrúm milli þeirra.