Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 173
169
Eins má Ieggja pappírslögin langs eptir þakinu frá
gafli til gafls, einungis að þess sje gætt, að skara eins
og áður er sagt; þarf þá alls eigi að tylla lengjunum
til endanna.
Ymsar verksmiðjur búa til og láta úti trjálím. Má
nefna L. Haurwitz & Co. í Berlín sem eitt hið elzta
trjelímsgerðarfjelag.
Optast flyzt trjelímið í dunkum, 100 pd. þungum,
er kosta (í Kristjaníu) 9,24 krónur. Á hver 9 ferfet
af þakfletinum þarf 6 pd. af trjelími og 1% pd. af þak-
pappír (ef lögin eru höfð 4). Verðið á pappírnum er frá
17,60 kr. til 26,40 kr. fyrir hver 100 pd.
Altilbúið trjelímsþak kostar (í Kría) frá 0,98 kr.
til 1,19 kr. hver ferhyrnd alin af þakfletiuum.
Við brýr hefur trjelímsþakið einnig verið notað, (t.
d. við Chausse-brúna á Walliu-GollnoWer Stabs-Chaus-
seen, 1870).
Vegna þess, hve hallalítið þakið er, verða slík þök
tiltölulega mjög verðvæg. Þau hafa einnig það fram
yfir önnur þök að alls engu þarf að kosta til viðhalds
á þeim.
Slík þök eru hin æskilegustu á íbúðarhúsum; því
þau útilykja ofhita á sumrum og ofkulda á vetrum.
Nauðsynlegt or að næg loptbreyting geti átt sjer
stað undir súðinni, svo hún síður fúni.
b. Eldslímþölc.
C. ítabitz, frægur byggingameistari í Berlín, hefur
gerzt formælandi hins Háusler’ska trjelímsþaks; hann
hefur einnig gert nokkrar endurbætur á þakefninu, og
hann notar nafnið eldslím, sem á betur við.
Aðferðin við að leggja þakið á, er alveg hin sama
sem að framan er Iýst um trjelímsþök, nema hvað hr.