Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 178
174
Fuglveiðar heppnuðust vel í Drangey, og nokkurn
veginn í Vestmannaeyjum, en í Látrabjargi brást bjarg-
afli að mestu.
Verzlun. Innlendur varningur var í lágu verði,
en útlend kornvara lækkaði allmikið í verði frá því
sem hún var næsta ár á undan. En peningaekla var
mikil eins og undanfarin ár. Sumstaðar bætti það þó
nokkuð úr skák, að menn gátu fengið peninga fyrir
vörur sínar í kaupfjelögum þeim og pöntunarfjelögum,
sem ekipti eiga við Englendinga. Fjársalan heppnaðist
fjelögum þessum mun betur en næsta ár áðnr. Þó urðu
Borgfirðingar fyrir miklum óhöppum með einn fjárfarm,
er þeir sendu um haustið til Bretlands. Að jafnaði
fengu kaupfjelögin þetta haust fyrir sauði sína frá 12
kr. 70 au. og upp að 15 kr. 58 au.
Verð á kjöti innan lands var um haustið, 11—16 au.
pd. á, Akureyri, 12—16. au. á Seyðisfirði, 14—18 au.
í Reykjavík, og 16—20 au. á ísafirði, — og á öðrum
afurðum fjárins eptir þessu.
í útlöndum var vorull (hvít) seld 55—64 au. pd.,
haustull 44—46 au., saltfiskur 31—48 kr. skpd, harð-
fiskur 130—150 kr., lýsi 24—30 kr. tunnan, og æðar-
dúnn 8—10 kr. pd.
Búnaðarfjeliig. Landshöfðingi útbýtti landssjóðs-
styrknum til búnaðarfjelaga — 12000 kr. — meðal 81 fje-
lags. Fjárstyrkurinn til sjerhvers fjelags fór eptir tölu
dagsverka þeirra, er þar voru unnin næsta ár áður, 1892.
í Suðuramtinu hlutu 29 fjelög styrkinn — 7480 kr.
80 au., og höfðu þau unnið 18032 dagsverk; í Vestur-
amtinu fjekk 21 fjelag, með 5844 dagsverkum, 1776
kr. 30 au; í norðuramtiuu voru fjelögin 31, og dags-