Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 179
176
verkin 9024, en styrkurinn 2742 kr. 90 aur. Af öll-
um þessum fjelögum hafði jarðræktarfjelag Reykjavíkur
unnið mest, 2904 dagsverk.
Á fyrra ársfundinum í Búnaðarfjelagi suðuramtsins
var stungið upp á að gera það að búnaðarfjelagi fyrir
alt landið; kosin nefnd manna samdi frumvarp til laga
fyrir fjelagið; var það sent amtsráðuuum til yfirvegun-
ar. En ekkert þeirra kvaðst sjá fært að þekkjast að
sinni tilboð búnaðarfjelagsins með þeim skilyrðum er
sett voru, en þau voru að hvert amt skyldi greiða til
fjelagsins árstillög, er væri 400 kr. úr norðuramtinu og
vesturamtinu, og 200 kr. úr austuramtinu.
Sparisjóðir. Sparisjóðshlunnindi hlutu tveir spari-
sjóðir þetta ár, Vestur-Barðastrandarsýslu og Vest-
mannaeyjasýslu.
Atvinnumál á alþingi. Hjer skal drepið á hin
helztu nýmæli í atvinnumálum, er náðu fram að ganga
á alþingi 1893. Ein af þingsályktunartillögum þiugsins
var um styrkveitingu til búnaðarfjelaga, og nokkrar
snertu póstgöngur. Til búnaðarfjelaga veitti þingið hvort
ár fjárhagstímabilsins 12000 kr., til búnaðarskóla fyrra
árið 13000 kr. og hið síðara 11500 kr., til laxaklaks
í Dalasýslu 200 kr. hvort ár, til að varna skemdum á
Steinsmýrarengi 750 kr., til samgöngumála á fjár-
hagstímabilinu 348500 kr. Dingið ákvað og að veita
mætti allt að 40000 kr. lán úr viðlagasjóði til að koma
á fót tóvinnuvjelum, og aðrar 40000 kr. til þilskipa-
kaupa. Af lögum þeim er staðfest voru þetta ár snerta
þessi einkutn atvinnumál: um brúargerð á Þjórsá (16.
sept.), um iðuaðarnám (s. d.), urn hafnsögugjald í Reykja-
vík (s. d.), um atvinnu við siglingar (26. okt.), um sölu
þjóðjarða (s. d.), um gæzlu og viðhald á brúm yfir