Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 180
176
Ölfusá og Þjórsá (24. nóv.), um lausafjártíund (viðauka-
lög við lög 12/7 ’78, s. d.), um að selja salt eptir vigt
(s. d.), um löggilding verzlunarstaða, að Hlaðsbót, Reykja-
tanga, Búðum í Fáskrúðsfirði og Vogavík (s. d.).
Samgöngubætur. Tvær meiri háttar brýr voru
gerðar þetta ár. á Hvítá í Borgarfirði hjá Kláffossi, og
á Fjarðará í Seyðisfirði. Brú var og lögð á Kirkjubólsá
í Eyrarhreppi við ísafjörð, og á Svelgsá í Helgafells-
sveit. Vandaðir vegir kostaðir af landsfje voru lagðir
á þrem stöðum, á Mosfellsheiði, á Fjarðarheiði á Aust-
fjörðum, og við Hvítá upp frá Kláffossbrúnni. — Glufu-
bátur kom á Faxaflóa, er fer þar milli hafna; heitir
hann „Elín“, en eigandi hans er Fischer stórkaupmaður.
Ferðir. Rannsóknarferðir voru farnar tvær, er
búnaðarháttu snertu og atvinnuvegi. Sœmundur Eyj-
ólfsson fór að tilhlutun búnaðarfjelags suðuramtsins að
rannsaka skóga í Þiugeyjarsýslu og Fljótsdalshjeraði og
í Borgarfirði. Ditlev Thomsen kaupmaður fór um Suð-
urlönd að rannsaka þar markað fyrir íslenzkan varn-
ing, og fjekk til þeirrar farar styrk af landsfje.
Búnaðarskólar. Því hefur verið hreyft um und-
anfarin ár, hvort ekki mundi haganlegra að fækka bún-
aðarskólunum og gera þá þeim mun betur úr garði.
Þetta mál hofur að tilhlutun landshöfðingjans verið rætt
af sýslunefndum og síðan amtsráðum; hefur niðurstað-
an orðið sú, að eigi þykir ráðlegt að þessu sinni að
leggja neinn búnaðarskóla niður.
Frá Eiðaskóla útskrifuðust 4 piltar, frá Hólaskóla
8, frá Hvanneyrarskóla 3, og frá Ólafsdalsskóla 9.
Búnaðarskólastjóri á Hvanneyri var Sveinbjörn ólafsson
skipaður um haustið frá næstu fardögum (1894), en