Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 186
182
um framkvæmdir óðalsbónda Jóns Skúlasonar á Sönd-
um í Miðfirði, er á síðasta sumri varð aðnjótandi heið-
urslauna af styrktarsjóði konungs vors.
Herm. Jónasson.
Hinar miklu umbætur, er Jón bóndi Skúlason hef-
ur gert á Söndum síðan hann fjekk þá jörð til eignar
og ábúðar, — en það eru að eins 14 ár — eru eink-
um fólgnar í túnbótum, túnaukningu og húsagerð.
Pá er Jón bóndi tók við jörðinni var túuið að mestu
sljett; í því túni hefur hann sljettað 385 □ faðma.
Vestan við túnið var flatlend og blaut forarmýri. Eptir
henni hefur hann grafið 4—5 feta breiðan skurð, 2—3
feta djúpan. Moðíram skurðinum að inuanverðu hefur
hann hlaðið 3 feta háan garð. Sá garður hefur atlíð-
anda halla inn að túninu; er sá hallandi tyrfður og
grasi gróinu. Skurðurinn og garðurinn mynda í sam-
einingu örugga vörn fyrir allri vesturhlið og norðurhlið
túnsins. Jón bóndi hefur þurkað alla mýrina fyrir vest-
an túnið með skurðum; síðan hefur hann plægt hana,
og fiutt í hana mold, og annan jarðveg. Nú er hún
orðin grænt og gott tún. Hann hefur einnig fært tún-
ið stórum út suður á bóginn, og gert þar mel og holt
að túni er áður var auðn ein. Það er nú orðið gott
tún, nema að oins 304 □ faðrnar. í fyrra vor færði
liann túnið út til austnorðurs yfir stórgrýttan móa, og
girti það svæði með vönduðum torfgarði; er sá garður
framhald af skurðinum uorðan við túnið. Svæði þetta
er 1359 □ faðmar, og er nú verið að enda við að
sljetta það.
Alls hefur Jón bóndi aukið túri sitt um 10476 □
faðma, eða meir en ll1/^ dagsl. Þetta hefur auðsjáan-
lega verið víða allerfitt fyrir sakir bleytu og stórgrýtis.