Búnaðarrit - 01.01.1894, Page 187
183
Nú er töðufall á jörðinni orðið fullkomlega þrefalt meira
en það áður var, og má telja víst að það verði fjórfalt
eða fimmfalt meira, þá er nýju sljettnrnar eru komnar
í fulla rækt.
Garðurinn austanvert við túnið er 78 faðma lang-
ur, og varnarskurðurinn 279 faðma langur. Auk þess-
ara girðinga hefur hann hlaðið 235 faðma langan tún-
garð. Hann heíur og endurbætt og reist við forna garða,
118 faðma að lengd. Girðingar þessar ná umhverfis
alt túnið, og eru um 600 faðmar að lengd. Frá Fjósinu
og út úr túninu hefur nýlega verið gerð bein tröð, 23 faðma
löng og 4 álna breið; er hún að mestu af grjóti gerð.
Jón bóndi hefur árlega varið miklu af sauðataði til
áburðar á túnið. Nú er hann að láta gera mykjuhús
við fjós sitt. Hann hefur og notað safugryfjur eða á-
burðargryfjur.
Enn má geta þess, að hann hefur látið gera „upp-
hleyptan“ veg yfir mýrina vestan við túnið og heim að
fjárhúsunum. Þessi vegur er 70 faðma langur og 6 álna
breiður. Hann er notaður til lieyflutnings, og til fjár-
rekstrar á vetrum. Öll þessi störf eru mjög vandlega
og vel af hendi leyst.
Þegar á fyrstu búskaparárum sinum gerði Jón
bóndi vandað fjós, og heyhlöðu þar við 16 álna langa,
7^/a al. breiða, og 5 álna háa að meðaltali. Hlaða þessi
er með torfveggjum og torfþaki. Nokkru síðar gerði
hann tvö liús undir einu þaki yfir 100 lömb, og hlöðu
þar við 16 álna langa, 8 ál. breiða, og 7 ál. háa að
meðaltali. Því næst gerði haun tvö önnur liús undir
einu þaki yfir 100 sauði, og hlöðu við þau af einu sam-
an timbri. í þeirri hlöðu er 3 ál. djúpur kjallari af
steini gerður. Hlaðan er 16 ál. löng, 8 ál. breið, og 8
ál. há að meðaltali. Þak hennar er af pappa. Síðan