Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 188
184
gerði hann enn þrjú hús undir einu þaki yfir 120 ær.
ÖIl framhliðin er af timbri. Þar er og timburhlaða raeð
3 ál. djúpum kjallara, 22 ál. löng, 81/,, al. breið, 8^/g
ál. há að meðaltali. Hún er með pappaþaki
Skemmu gerði hann einnig á fyrri árum sínum með
timburhlið og „portbygða“. Hún er 9 ál. löng og 6
ál. breið. Smiðju hefur hann einnig gert með timburhlið.
Nú á síðustu árum hefur hann reist bæ sinn af
nýju; er þar fyrst að telja timburhús, 161/,, al. að lengd,
S1/^ al. að breidd. Húsið er „portbygt“ og vandaður
kjallari undir því öllu af steini. Þakið er klætt sand-
pappa, eu hliðar og stafnar eru klæddir „hinum nýja
eldfasta þakdúki“. Gangur einn, 4 ál. breiður, samein-
ar þetta hús við annað hús (baðstofu). Það hús er og að
mestu af timbri gert, en eigi er það „portbygt“. Undir
því öllu og ganginum á milli húsanna er steinkjallari.
Þetta hús er með járnþaki.
Jón bóndi hefur blómlegt bú, og þó hafa allar þess-
ar framkvæmdir kostað afar mikið fje svo sem vænta
má. Þess má og geta, að 'Jón var upphaíiega efnalít-
ill, og eigi hefur hann fengið fje til muna að erfðum,
og eigi haft nein sjerstök hlunnindi við að styðjast.
Við ætlum að óvíða megi sjá greinilegri merki þess en
á Söndum hve miklu óþreytandi iðjusemi, hagsýni, þol-
gæði, stjórnsemi og verklægni fær til vegar komið1.
Staddir á Söndum 16. júní 1893.
E. Helgason. P. Leví. >
-----------
b Orðfæri skýrslunnar hofur verið breitt nokkuð, en af ofninu
hefur engu verið glatað oða breytt.