Dýraverndarinn - 01.03.1965, Qupperneq 2
Hann kom út í fyrsta sinn í marzmánuði árið 1915. Fyrsti ritstjóri hans var Jón
Þórarinsson, fræðslumálastjóri og fyrrum skólastjóri og alþingismaður Gull-
bringu- og Kjósarsýslu. Hann var svo ritstjóri blaðsins til dauðadags, 12. júní
1926. Síðan hafa átta menn verið ritstjórar jress, jrar af þrír skemur en eitt
ár og tveir fullan áratug. — Fyrsti afgreiðslumaður blaðsins var Jóhann Ögmund-
ur Oddsson, kaupmaður og síðan stórritari Góðtemplarareglunnar um áratugi og
lengi forstjóri bókaverzlunar barnablaðsins Æskunnar og bókaútgáfu hennar.
Hann var afgreiðslumaður í rúm sjö ár. Alls hafa afgreiðslumenn blaðsins ver-
ið sex, lengst Hjörtur kaupmaður Hansson í meira en fjórðung aldar. Síðasta ára-
tuginn hefur ritari dýraverndunarsamtakanna, Þorsteinn Einarsson íþróttafull-
trúi, verið mjög áhrifamikill og áhugasamur samstarfsmaður ritstjórans.
STEINARNIR í GÖTUNNI
í fljótu bragði mætti það virðast svo, að hægur
vandi hafi verið að koma á legg og afla almennra
vinsælda og viðurkenningar riti, sem talaði máli
dýranna hér á íslandi. Þá er D'ýravinurinn lióf
göngu sína árið 1885, lifði þorri íslendinga að meira
eða minna leyti á landbúnaði, og svo að segja öll
börn umgengust dýr og áttu sér þau að vinum og
leikfélögum.
í rauninni virðist það auðsætt, að með slíkri þjóð
hafi ekki þurft annað til þess að koma af stað riti,
sem talaði máli dýranna, og tryggja því langt og
farsælt líf en að útvega fé fyrir pappír, prentun og
útsendingu og fá einhverja til að annast ritstjórn
og afgreiðslu. En þessu var síður en svo þannig
farið.
Allur þorri manna leit á þau dýr, er þeir áttu,
sem hverja aðra eign, er þeir mættu fara með eins
og þeim sýndist og þætti hentast — eftir ástæðum
og vild sinni, og langflestir þeirra, sem litu þannig
á, að þeim bæri að fara vel með liúsdýrin, höfðu
komizt á þá skoðun af því, að þeim hafði skilizt,
að það væri þeim hagsmunamál. Flest lagaákvæði,
sem sett voru hér á landi um þessi mál fram á sein-
asta áratug, báru það og með sér, að þau voru fyrst
og fremst miðuð við hagsmuni þeirra, sem dýrin
eiga, en ekki nema að litlu leyti sprottin af skiln-
ingi á því, sem er grundvöllur allrar sannrar menn-
ingar: virðingunni fyrir hinu mikla undri lífsins
og skyldu mannsins til að valda ekki neinu, sem
lifir, þjáningu, hvað þá svipta það lífi, nema í
brýnni nauðsyn, — og að jafnan sé manninum skylt
að vinna með gróðraröl’lum tilverunnar, þegar þess
er nokkur kostur.
Mönnum fannst það hreint ekkert koma öðrum
við, hvernig þeir færu með húsdýr sín. Raunar gátu
einstaklingar haft mikið dálæti á hundi eða ketti,
og þá einnig reiðhesti eða sérlega viturri eða vænni
kind, en sömu menn töldu sig svo hafa fullan rétt
til að hengja kött á mjög frumstæðan og kvala-
fullan hátt, fleygja grjóti í flækingshund eða jafp-
vel skjóta á hann á löngu færi rjúpnaskoti, sarga
höfuð af kindum sínum og skera hest á háls með
ljá — og ekkert var auðvitað athugavert við það,
þó að skepnum væru slátrað á blóðvelli, þar sem
gat að líta gærur í hrúgum og kindarskrokka á trön-
um, — þetta voru, sko, skynlausar skepnur. Og það,
sem meira var: Menn töldu sig hafa fullkominn
rétt til að horfella fé og hesta, já, meira að segja var
það ærið almenn skoðun, að ekki væri unnt að búa
á Islandi, án þess að setja á guð og gaddinn, —
minnsta kosti væri alls ekki unnt hjá því að komast
2
DÝRAVERND ARINN