Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Side 4

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Side 4
sýnn forkólfur um liugsjóna- og menningarmál, hafði átt írumkvæði að kaupum Alþingis á hand- ritasafni afburðamannsins Jóns lorseta Sigurðsson- ar, verið ómetanleg stoð við stofnun Möðruvalla- skóla og annar forvígismaðurinn að stofnun hjóð- vinafélagsins og síðan formaður þess og um langt skeið mestur ráðamaður. Hann hafði hlotið gull- medalíu „anu og hygginda“, — og síðast en ekki sízt: hann þekkti persónulega alla helztu valda- og áhrifamenn með þjóð sinni — og fjölmarga aðra nýta menn og nokkurs megandi víðs vegar á land- inu. Mundi óhætt að fullyrða, að málstaður fer- fættra og fleygra málleysingja á íslandi liefði alls ekki getað fengið nokkurn áhrifavænlegri og ötulli l'orvígismann en þetta heljarmenni að fjölhæfni, kappi og starfsorku, engan, sem af slíkri óþreytandi elju, einstæðri lagni og beinlínis hjartanlegri ástúð hefði helgað sig málstað þeirra allt til hinztu augna- lilika ævikvöldsins. En þrátt fyrir allan sinn áhuga, alla sína afbrigða- góðu aðstöðu, réðst liann því aðeins í útgáfu fyrsta heftis Dýravinarins, að félag danskra hefðarkvenna, sent hafði gerzt áhrifaríkt um dýravernd, kostaði útgáfu þess heftis. Og það er auðsætt af formálan- um, að þó að hann vissi, að hlutdeild þessa lélags mundi á þeirrar tíðar íslandi verða engan veginn lítils metin — stórt orð Hákot —, þó að hann legði við málstaðinn nafn sitt og virðingu, þó að hann vissi sig hafa Þjóðvinafélagið sem hagkvæman bak- hjarl — og þó að liann mætti telja öruggt, að hann gæti tryggt sér efni frá slíkum mektarmönnum sem landshöfðingja og biskupi og öðrum eins og jafn- ólíkum andlegum stórmennum og Grími Thomsen og Matthíasi Jochumssyni, |)á var hann þess engan veginn viss, að ritinu, málstaðnum, yrði þannig tekið, að framhald gæti orðið á útgáfunni. Hann þekkti ástandið á þessum vettvangi með þjóð sinni, — hann var maður sannraunsær og kunni á því full skil, að aldagömul hefð og rótgrónar hugmyndir um þau mál, sem vörðuðu matarstrit þrautpíndrar og Jirælkaðrar jjjóðar, mundu verða lítt yfirstíg- anlegur jjröskuldur á vegi frumherja í því máli, sent ])arna var flutt, — auk jress sem j>ar kom til sinnu- og kæruleysi allra Jjeirra mörgu, sem höfðu frá morgni lífs síns aldrei séð sér „leggjast neitt til“. En svo sem kunnugt er öllum jreim, sem kunna nokkur skil á jtessum málurn og á íslenzkri bók- fræði, var Jiessu nýstárlega riti jjannig tekið hjá Frú Ingunn Einars- dóttir, sem skákaði vanlrú og rökum karlmannanna. mörgum beztu mönnum jíjóðarinnar í öllum stétt- um, að Tryggvi sá sér íært að halcla áfrarn útgáfu joess, þar eð völd hans í Þjóðvinafélaginu gerðu honum hægra um vik til slíkrar útgáfustarfsemi en ella helði orðið. Næsta hefti jók á vinsældir Dýra- vinarins, og síðan fóru jjær vaxandi ár frá ári og j)á um leið áhrif lians, enda tókst Tryggta að fá efni frá mörgum áhrifamestu og ritfærustu mönn- um tveggja eða jafnvel ])riggja kynslóða — j)ar á meðal æðstu valdsmönnum og ýmsum helztu skáld- um j)jóðarinnar í hundnu máli og óbundnu, — en í hópi skáldanna urðu áhrif hans svo frjó og varan- leg, að vart verður dregið í efa, að þau hafi orkað því, að til urðu sum j)au l)ókmenntaleg verðmæti, sem munu verða í gildi um alla framtíð og ávallt vega Jtungt, Jtegar málstaður dýranna er veginn, og má ])ar til dæmis nefna sum fegurstu ljóð Þor- steins Erlingssonar og ennfremur Málleysingja hans — og dýrasögur jteirra Þorgils gjallanda og Guð- mundar Eriðjónssonar. En þau voru rótgróin og lífsseig hin gömlu við- horf og tómlætið j)eim hjá mörgum hin traustasta vörn. Lesendur Dýraverndarans mega ekki ráða J)að at J)ví, sem J)egar hefur verið sagt, að allur })orri landsmanna hafi keypt eða lesið Dýravininn hans Tryggva — eða allir, sem liann náði til, tekið sinna- skiptum gagnvart dýrunum, tömdum og villtum. Síður en svo. Dýravinurinn var aldrei gefinn iit nema í nokkrum hundruðum eintaka. Hann átti sér einlæga, skapheita og hjartahlýja vini víðs vegar um landið og í öllum stéttum, en j)að var víða langt á milli þessara vina, og })ó að fæstir þeirra, 4 D ÝRAV ERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.