Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Qupperneq 20

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Qupperneq 20
G U Ð M U N D U R GUfiMUNDSSON: Vfllri 09 vernd Ort fyrir Dýraverndarann og birt á forsíðu 1. tölublaðs fyrsta árgangs. Ef valdi er ekki í vizku og kærleik neytt, það verður þeim, sem hefur það, til kvalar. - Við þann, sem enga vörn sér getur veitt, er voðasynd, et gálaust því er beitt, sem fyrir dómi drottins gegn oss talar. Vér æðstu dýrin, — villidýrin verst, sem verðum einatt, þungt er slíkt að játa, vér höfum valdið, óorð af oss berst, hve oft við saklaus dýr oss miður ferst, vér sjáum ekki, að sálir þeirra gráta. Nú vek ég hneyksli: „Hafa dýrin sál?“ mun lnópað verða um sveitir, torg og stræti. Oss brestur suma bæði vit og mál, hver ber á móti að slíkir hafi sál, — og ætli að högg og þrælkun bezt þá bæti? En liitt er víst, að góðleik, ástaryl — já, einatt mönnum betur — dýrin finna. Vér kunnum ekki á skyni þeirra skil, en skyld vér erum sarnt að finna til með þeim og að þeim eftir megni hlynna. Vér teljum grimmd að græta saklaus börn, en grimmdin sama er dýrin vor að kvelja. Svo gerumst öll þeim \arnarlausu vörn! Ég vona að þjóð vor, ung og framagjörn, þann fagra sæmdarveg sér kjósi að velja. Ingiumr Jóhannesson. hjá lesenduin sínum, kippa þeir sér ekki upp við nokkra verðhækkun, það liefur reynslan þegar sýnt. En sú breyting til stækkunar og fjölbreytni, sem mun reynast nauðsynleg, verður það kostnaðarsöm, að hækkun árgjalda skilar ekki kostnaðinum fyrstu árin, jafnvel þótt útbreiðslustarfsemin kæmist í við- hlítandi horl' — enda kostar liún líka fé, ef mikið á að vinnast á stuttum tíma. Hér er ég þá enn kom- inn að því, sem ég hef minnzt á áður: Samband dýraverndunarfélaga íslands þarf að fá stóraukið fé til starfsemi sinnar, til blaðsins og útbreiðslu þess, til að gangast fyrir stofnun nýrra íélaga víðs vegar um land, til að korna upp vörzlu- og hjúkrunar- stöð handa dýrum, til að kynna með ýmsu móti dýralíf og önnur undur náttúrunnar börnum og unglingum sívaxandi þéttbýlis og til að ná nógu víðtæku og nánu sambandi og samstarfi við hverja þá aðila, sem mætti verða stoð að til aukins vegs og gengis dýra- og náttúruvernd í þessu landi. Og hvers vegna ætti ekki Sambandi dýraverndunar- félaga íslands að gefast kostur á fé á svipaðan hátt og mörgum öðrum þjóðnýtum samtökum, til dœmis skógrœktinni og ýmsum liknarfélögum? Hvers vegna cetti það ekki að geta fengið hjá Alþingi tekjur af einhverju þvi, sem selt er i stórum stíl, t. d. skot- vopnum og skotfœrum? Guðmundur Gislason Hagalin. 20 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.