Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 4
 ---------------------4, KVEÐJUORÐ FRÁ RITSTJÓRA Með útkomu þessa blaðs, lýkur mínum stutta ritstjóraferli við Dýravernd- arann, enda var aðeins um bráðabirgðarráðstöfun að ræða, þar til unnt yrði að ráða mann til frambúðar. Starfsemi S. D. í. hefur ekki verið mikil að vöxtum, en er þó ekki með öllu átakalaus. Nokkrar sviptingar á aðalfundum vegna marg umrædds hundamáls í Reykjavík einkennir starfsemina um of, og nýjar stjórnir gera þær fyrri ómerk- ar með nýjum yfirlýsingum og samþykktum, þvert ofan í ályktanir fyrri stjórna. í heild eru dýraverndunarmenn og dýravinir ákaflega sundurleitur hópur og það sem einn telur dýravernd, telur annar hina verstu dýraníðslu. Auðvitað er ágætt að ekki skuli allir á sömu skoðun, en þeir sem í sjálfu sér eru að berjast fyrir sömu hugsjón, þó þeim beri á um leiðir, ættu að gera sér meira far um umburðarlyndi í baráttunni, ekki sízt gagnvart hvorir öðrum. Ég tel mjög hæpið, að barátta fyrir vernd, eins og dýravernd, verði árangurs- rík, ef oft er barizt með reidda hnefa á lofti innbyrðis og sííellt er verið að sam- þykkja vítur hvorir á aðra. Yfirleitt held ég að dýravernd verði að vera rekin með meiri umhyggju innbyrðis sem útávið, og ekki sízt fyrir því sem á að vernda. Dýraverndunarbaráttan má ekki vera eingöngu af eigingirni og snúast ein- göngu um þau dýr, sem lifa og hrærast innan þröskulda hjá hverjum og einum. Dálítil umhyggja á nokkuð breiðum grundvelli verður að vera fyrir hendi, ef árangur á að nást. Ég vil þakka samstarfsmönnum mínum við blaðið, bæði þeim sem hafa verið sammála og ósammála um baráttuleiðirnar, og vonast til að sá sem verða kann ritstjóri, honum muni auðnast að afla dýraverndunarhugsjóninni aukinnar virð- ingar í landinu. Jón Kr. Gunnarsson. 92 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.