Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 29

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 29
þó títt sé rætt um að flækingsdýr af þessu tagi séu plág- ur á höfuðborgarsvæðinu. I nokkur skipti var á árinu kært eða farið fram á að stjórnarmenn hefðu afskipti af dýrum, aðallega hestum, á höfuðborgarsvæðinu. Lét stjórn S.D.I. kanna aðstæður þegar þess var óskað. Ekki sáu eftirlitsmenn S.D.I. ástæður til að kæra neitt umræddra tilfella. Aberandi er að árekstrar verða gjarnan þar sem dýrahald og mannabústaðir eru í sambýli. Á árinu var kjörinn fulltrúi S.D.I. í fuglafriðunar- nefnd og var Þorsteinn Einarsson endurkjörinn, en hann hefur gegnt þessum starfa undanfarin ár. Ekki liggja fyrir nein gögn um verkefni eða fundi þessarar nefndar hjá S.D.Í. Gerð var athugun á að endurreisa dýraverndunar- félagið á Akureyri af hálfu S.D.I. en ekki hefur tekist að fá fólk til að taka að sér forystuna, en eldri stjórn- endur hafa ekki aðstæður til að taka upp þráðinn að óbreyttu. Nauðsyn ber til að koma á starfsemi dýraverndunar- félaga víðar eins og t.d. á Austurlandi, þó ekki væri nema vegna hinnar margumtöluðu hreindýrahjarðar. Utflutningur hesta það sem af er árinu nemur um 800 hestum, en sú ánægjulega breyting hefur á orðið að eingöngu h'efur verið um flutning í flugvélum að ræða. Utflutningur hesta með skipum hefur undanfar- in ár verið mjög gagnrýndur af dýraverndunarmönn- um vegna þess hve oft á tíðum hefur farið illa um hestana og komið hefur jafnvel fyrir að hestar hafa drepizt. Stjórn S.D.I. fagnar þeirri breytingu sem á hef- ur orðið. Hvalveiði var heldur minni í ár en árin áður eða 466 en var í fyrra 5 54 hvalir. Hvalveiðimenn og ýmsir vísindamenn einnig telja að minni veiði í ár eigi rætur að rekja til erfiðara tíðarfars en ekki að stofninn hafi DÝRAVERNDARINN minnkað verulega, enda hafa hvalveiðar í Norðurhöf- um farið mjög minnkandi. A alþjóðaráðstefnum dýra- verndunar- og náttúruverndarmanna fer áróður gegn hvalveiðum harðnandi, þar sem talið er að stórhvelum fari yfirleitt fækkandi. A síðustu alþjóða hvalveiðiráð- stefnunni lagðist stjórnskipaður fulltrúi Islands gegn algjörri friðun. Enn er mikið rætt um minkaeldið, þó minkaeldið sé þegar orðið staðreynd. Deilt er mikið um minkaeld- ið vegna rekstrarerfiðleikanna og einnig vegna þess að af og til er minkabúunum borið á brýn að minkar sleppi út. Minnst er á þessi tvö síðastnefndu mál þó S.D.I. hafi ekki haft bein afskipti vegna þeirra. Stjórn S.D.I. er sammála um að brýnt sé að efla hvers konar starfsemi náttúruverndar og dýraverndar í landinu. Vegna aukinnar tækni og aukinnar iðnvæð- ingar er meiri hætta á alls konar slysum og óhöppum, sem geta valdið óbætanlegum áföllum í náttúru lands- ins og dýralífi. Stjórn S.D.I. var þannig skipuð: Þórður Þórðarson, formaður, Jón Guðmundsson, varaformaður, Hilmar Norðfjörð, gjaldkeri, Jón Kr. Gunnarsson, ritari, Jakob Jónasson, Asgeir Hannes Eiríksson, Gauti Hannesson. Varamenn: Gunnar Már Pétursson, Erna Fríða Berg, Skúli Sveinsson, Lárus Sigurðsson, Gunnlaugur Skúlason. 117 i

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.