Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 15

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 15
JÓN OG SÁMUR Eftirfarandi frásögn er úr Dýraverndaranum frá því árið 1920, en það var sjötti árgangur blaðsins. Það var síðdegis. Sólin var farin að lækka á lofti, og mikið farið að draga úr heitasta skini hennar. Jón á Felli kom út á hlaðið. Hann var á skyrtunni, einni klæða að ofan; og ekki búinn að nudda stírurn- ar úr augunum. Hann vakti yfir vellinum, og var nú ný-vaknaður. Hann stefndi inn hlað og ætlaði inn í smiðju, það- an heyrði hann hamarshögg og sá gráleitan reyk lið- ast upp um strompinn. A leiðinni fram að smiðjudyr- unum, mætti hann pabba sínum. Hann var allur út- ataður í smiðju-reyk. „Yilm ekki, Jónsi minn," mælti hann, „fara og sækja hestana, hann Héðinn og hann Rauð, og koma með þá að hestaréttinni. Þú nærð þeim sjálfsagt ekki; svo þú verður líkast til að reka þá og einhverja með þeim. Við verðum við réttina og tökum á móti þér." Jón játti þessu og gekk inn. Að vörmu spori kom hann út aftur alklæddur. „Sámur, Sámur!" kallaði hann, um leið og hann kom út úr bænum. Undir eins stóð upp af bæjarveggnum svartur hundur og stökk til Jóns. Jón klappaði honum og stökk síðan af stað. Sámur fylgdi honum. Jón vissi vel hvert hestanna var að leita. Þeir voru aldrei annarstaðar en inni á Grundardal. Þangað gekk hann því, ugglaus. Hann hafði beizli á handleggnum. Héðinn og Rauður, hestarnir sem hann átti að sækja, voru ungir hestar, og svo styggir, að það varð að snara þá eða reka inn. Það kom varla fyrir, að þeir næðust öðru vísi. — Jón fór að skyggnast eftir hestunum og sá þá loks hvar þeir lágu allir í laut. Nú fannst Jóni bera vel í veiði, og fór að læðast að þeim. En í því heyrir hann hundagelt, og sá þá alla hestana hend- ast á fætur og stökkva sem fætur toga inn allan Grund- ardal. Þetta var Sámur, sem hafði hlaupið ótilkvaddur í hestana, og ært þá svona. Nú sá Jón að öll von var úti með að hann næði hestunum; fyrir utan það, að nú þurfti hann svo sem eins kílómetra lengri veg. Sámur hafði því gert honum mikinn óskunda, að hans áliti; enda reiddist Jón líka, og þegar Sámur kom, barði Jón hann mörg þung högg. Sámur ýlfraði, en hljóp samt ekki undan. Loksins hætti Jón að berja hann og hljóp af stað á eftir hestunum, en Sámur lá eftir. Jón komst eftir langa mæðu fyrir hestana, og kom þeim eftir mikil hlaup heim að réttinni. „Bannsettur klaufi varstu, að ná ekki hestunum," sagði Þorbjörn vinnumaður við Jón. Jón anzaði þessu engu; hann var ekki í því skapi, að fara að þrefa við Þorbjörn, því hann var nýbúinn að sakna Sáms. Þó hélt hann að hann hefði hlaupið heim, en þegar heim kom, sást Sámur hvergi. Hús- freyja hafði orð á því að hún fyndi ekki Sám til að gefa honum, en svo náði það ekki lengra. Nóttin kom; allir voru sofnaðir, nema Jón. Hann gat ekki um annað hugsað en Sám. Hann var alveg hissa, að hann skyldi ekki vera korninn enn. — Loks réð hann af að fara og leita að honum. — Hann fór fyrst þangað, sem hann hafði barið hann. Þar lá Sám- ur. — Jón gekk til hans, og gat engu orði upp komið, heldur lagðist niður hjá honum og grét beisklega. Hundurinn hafði kennt honum mikið. Sigurður Helgason á Dalatanga. DÝRAVERNDARINN 103

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.