Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 42

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 42
ur orðið sárfegnari en Darjan varð þá; hann lét hana elta sig út á grasflöt í garðinum og þar fór hún undir eins að bíta nýja grasið í sólskininu, en hann stóð þarna að horfa á Sokku lengur en hann ætlaði, því hann vissi ekki fyrri til en Ljúdar litli, léttadrengurinn, var kominn þar út til hans og fóstri hans gamli á eftir, og þetta var ekki lengi að fréttast, því á svipstund voru allir komnir á fætur og stóðu þar í kring eða sátu á fótum sér í grasinu, og Sokka valdi úr grængresinu og drakk geitamjólkina, sem sótt var handa henni og lét eins og hún ætti þar heima. Þennan morgunn mundi Darjan alla sína ævi. A heimilið allt var kominn nýr blær og fólkið fékk þann dag eins og nýjan svip og eins og allur bærinn væri leystur úr einhverjum álögum. Og þó var þessi happa- dagur ekki enn á enda, því rétt fyrir kvöldverðarmál sá Darjan hvar förupresturinn kom heim götuna og teymdi nú asna á eftir sér og hann varð allt í einu eins og magnlaus af undrun, því hann gat ekki betur séð en að þar væri kominn litli asninn hans, yndið hans, sem hann gekk frá síðast í skútanum, svo nauða- líkir voru þeir. Karlinn lallaði í hægðum sínum að garðshliðinu, heilsaði Darjan vingjarnlega og spurði hann hvort hann þyrfti ekki að kaupa sér asna. Darjan varð svo feiminn eins og barn og sagði, að ekki myndi sér nú vanþörf á því, en hann hefði verið nokkuð óheppinn með skepnur um tíma og vissi ekki hvort hann ætti að leggja það upp. „Það hugsa ég þér sé nú óhætt héðan af samt," sagði förupresturinn, „og asn- inn svarna getur orðið þér ofurlítil uppbót fyrir asna- og úlfaldamissinn og borgunina ætla ég að biðja þig að gera svo vel að greiða svöngum föruprestum smátt og smátt, og tíkina þá arna færðu í kaupbæti; hún hef- ur einhvers staðar slegist í för með mér." Þá tók Darj- an eftir því, að rakki hafði elt þá og það var Dúdú. Hana þekkti hann undir eins. „Svo sýndist mér eitt- hvað af hirðislausum geitum vera hérna suður í skóg- inum bak við hálsinn," sagði karl „það væri þörf á að líta eftir ungkiðunum. Ahúra Masda blessi þig og minnstu þeirra, sem svangir eru," og svo var gamli presturinn kominn langt út fyrir garð, áður en Darjan var nokkuð búinn að átta sig á öllum þessum undrum. Hann ætlaði aldrei að geta skoðað asnann nóg og strokið honum; og um höfuðið og augun gat honum ekki missýnst, þau voru nákvæmlega eins og í litla asnanum hans, sem enginn vissi um nema hann, en Dúdú gegndi nafni sínu hver sem kallaði, svo hana þekktu allir. Og ekki þurfti asnatetrið að kvarta yfir ævinni eða aðbúðinni þar í garðinum og óstrokinn var hann ekki, og að viku liðinni var hann búinn að fá þar þrjá stallbræður til að leika sér við og tvær stallsystur, aðra með svolitlum syni með sér, og það var ekki minnsta gamanið. Þó margt væri undarlegt á þessum degi, þá stóðu þeir Darjan og fóstri hans þó lengi og horfðu forviða á geitahópinn sinn, þegar þeir komu suður í skóginn, því geiturnar þeirra voru þetta, á því var enginn efi, því þeir þekktu margar, en ekki var Sokka gamla þar þó né jafnöldrur hennar; þær hafa líklega verið lagst- ar fyrir af elli, en þrefalt fleiri voru þær eða meira og sívalar af feiti allar saman. Darjan bað fóstra sinn að stugga þeim heim, því hann þurfti að bregða sér snöggvast upp í gilið, og það sáust ekki mikil ellimörk á Badúr gamla, þar sem hann skokkaði heim á eftir hópnum. En þegar Darjan sá, að líkami litla asnans var horfinn úr skútanum, en allt annað þar eins og hann hafði skilið við það, þá skildi hann, að föruprest- urinn gat ekki hafa verið neinn annar en Bahman hjarðguð, eða þó öllu heldur Sharever fjalladrottinn, því um hann kunni Darjan margar sögur, þar sem hann hafði látið skepnur, sem bágt áttu, hverfa eða deyja, en gefið mönnum féð aftur, þegar hann þorði að trúa þeim fyrir því. Þegar Darjan kom heim var hvert mannsbarn kom- ið í og utan um geitahópinn og drengurinn kom langa leið hlaupandi á móti honum til þess að segja honum frá, að litla Sokka sín væri búin að finna hana mömmu sína þar í hópnum og hún væri flekkótt, og svo sögðu allir honum þetta aftur þegar hann kom, og það skildi enginn nema hann einn; Dúdú var þar líka komin, og gamla kisa var komin heim svo enginn vissi og sat þar hjá á þúfu og horfði á, eins og hún ætti það allt saman. „Ormúzd hefur blessað þig, Darjan minn," sagði Badúr gamli fyrsta kvöldið, sem hann labbaði með skjólurnar til að sækja vatnið handa nýju kúnni, sem Darjan hafði keypt um daginn. Darjan sagðist vona að svo væri og þótti vænt um ánægjusvipinn á gamla manninum. Það er sagt, að Darjan kvongaðist tveim árum síðar dóttur eins hins fremsta manns alls Nídraættflokks- ins og að boðsfólkinu hafi ekki þótt óálitlegt að líta í kringum sig þar heima fyrir sólarlagið brúðkaups- kvöldið. Þar var allt krökt af sauðum og geitum um lautirnar og kjörrin í brekkunum fyrir ofan, en niður 130 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.