Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 47
Hesturinn bjarg-
aði lífi drengsins
og heimili hús-
bónda síns
Gamall maður — Peer Schröder —, sem heima á
í Birkeröd í Kaupmannahöfn segir svo frá: „Það var
skömmu eftir aldamótin síðustu og átti ég þá heima á
Jótlandi. Ég var á leið heim frá Aarhus, en þar hafði
ég verið að selja nokkur svín, þessi fáu sem ég gat
haft á litla býlinu mínu. Þetta var á köldu vetrarkvöldi
í snjókomu og mjöllin lá eins og teppi yfir öllu. —
Sannast að segja var ég í mjög döpru skapi. Það var
eins og allt gengi mér í móti. Sala mín á svínunum
hafði verið svo slæm, að rétt nægði fyrir fóðurkostn-
aði gripanna. Uppskeran af ökrunum hafði orðið mjög
léleg, engir peningar í kistuhandraðanum, en afborg-
un af býlinu mínu átti að borga innan tveggja vikna.
Myrkrið datt á og enn voru eftir 5 mílur heim til
mín. Hesturinn minn, sem dró vagninn, hægði á sér
þegar dimmdi, en áfram mjökuðumst við fót fyrir
fót. — Loks sá ég ljósin heima og einnig ljósin hjá
nábúa mínum, sem Anders hét. Þá var það allt í einu
að hesturinn snarstanzaði og gat ég ekki kornið hon-
um úr sporunum, hvernig sem ég reyndi. Tók ég þá
eftir því, að hesturinn horfði stöðugt til vinstri hliðar,
en í þá átt var sléttur akur. Fyrst í stað gat ég ekki
séð neitt, og tók ég því það ráð, að ganga smáspöl í
þessa átt, sem hesturinn minn horfði svo fast í. Þá sá
ég einhverja ójöfnu eða þúst í fannateppinu. Þetta
reyndist vera sjö ára drengur, meðvitundarlaus, en þó
með lífsmarki og sonur nágranna míns, Anders. Eg
bar hann upp í vagninn og nú var hesturinn ekki
staður lengur, á harða stökki héldum við heim til mín.
í ylnum frá síðasta brenninu mínu raknaði dreng-
urinn hægt og hægt við, en ég beið ekki boðanna og
hélt heim til Anders, til þess að láta þau vita um dreng-
inn þeirra. Anders var náfölur af ótta og konan hans
grét mikið, þegar ég kom þar, en brátt gat ég sagt
þeim þessar gleðifréttir, að drengurinn þeirra væri
fundinn og á lífi. —
Við Anders urðum samferða heim til mín og á leið-
inni hafði hann upp úr mér allt um ástæður mínar.
Og þar var ekki að sökum að spyrja. Anders sagðist
eiga þó nokkurt sparifé og það minnsta, sem hann
gæti fyrir mig gert, væri að borga þessa afborgun af
húsinu mínu, sem félli í gjalddaga. — Ég reyndi að
malda í móinn og sagði að eiginlega væri þetta allt
hestinum að þakka. „Já," sagði Anders, „ekki skal ég
gleyma honum. Hann skal fá alla þá hafra, sem hann
getur étið af mínum ökrum." — „Og," hélt hann
áfram, „ef þú vilt selja mér hann, gætirðu fengið gott
verð fyrir hann." — En ég seldi nú ekki klárinn minn.
Hann var vinur minn og maður selur ekki vini sína
til annarra. —
DÝRAVERNDARINN
135