Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 9
Þeim, sem einhvern tíma hafa sýslað við kanínubúskap, þekkja að kanínur hafa með ólíkindum góða matarlist, miðað við stcerðina. Enda er það svo, að þar sem kanínur eru villtar, þá geta þcer orðið hinn versti skaðvaldur í rœktarlöndum, og í skógutn gera þœr stór spjöll, ef fjöld- inn fer fram úr öllu hófi. En sem betur fer eru kanínur engin plága hér hjá okkur, heldur einstaklega skemmti- legir leikfélagar fyrir margan ungan borgarbúann. Þeir eru nokkuð margir drengirnir hér á höfuðborgar- svceðinu sem eiga kanínur og hafa flestir hið mesta yndi af. Það sakar ekki að minna á, að í 2. tölublaði Dýravernd- arans eru nokkrar leiðbeiningar um kanínuuppeldi. ingin, sem hafði mjög slæma ígerð í auga. Reyndar hafði kanínan fæðst með gallað auga, það hafði ekki opnast af sjálfsdáðum, og nú var farið að grafa í aug- anu, og það þurfti því aðgerðar við. En læknirinn sagði að hann gæti ekki gert að auganum nema að svæfa kanínuna og til þess þyrfti að ná í svæfingarlækni. Læknirinn bað því drenginn að koma daginn eftir. Ekki lét drengurinn á sér standa og var mættur dag- inn eftir á biðstofunni á tilsettum tíma. En læknirinn hafði reyndar gleymt þessum sjúklingi sínum í ann- ríkinu. Enn var tilsettur tími næsta dag, en það fór á sama veg, sjúklingurinn gleymdist, eða kannski hálft í hvoru hefur læknirinn haldið að drengur drægi sig í hlé eða gæfist upp á öllu saman, því að nú hafði hann komið þrisvar og orðið að bíða í um klukkustund í hvert skipti. En læknirinn sá að drengurinn var einlægur dýravin- ur og að einlægni hans fyrir þessum ferfætta vini var fölskvalaus. Drenginn mátti ekki svíkja. Læknirinn hringdi nú í þann svæfingarlækni, sem hann hafði samvinnu við í læknisstarfinu, og auðvitað ætlaði hann varla að trúa því, að næsti sjúklingurinn væri kanína. A fjórða degi fór aðgerðin fram og tókst vel. Tveim- ur vikum seinna var kanínan meira að segja farin að fá sjón á augað sem hafði verið blint frá fæðingu. Eftir á sagði læknirinn: Drengurinn byrjaði sva diplómatiskt, þegar hann kom í fyrsta sinn, að ég bráðnaði alveg. Einlægnin og umhyggjan fyrir ósjálf- bjarga skjólstæðingi var svo einstök. Hann er svo sannarlega dýravinur drengurinn sá. DÝRAVERNDARINN 97

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.