Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 22

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 22
Hroða- legar veiði- aðferðir Víða um heim, sérstaklega þar sem lífskjör fólksins eru bágborin, eru viðhafðar aflífunaraðferðir á dýrum, sem okkur finnst viðbjóðslegar. Einnig eru veiðiaðferðir margs- konar frumstceðar og hroðalegar. Jafnvel í nálægum Evrópulöndum eru fuglaveiðar framkvœmdar með snörum og gildrum, sem seigdrepa fuglana, sem lenda í þeim. Víða fást á mörkuðum fuglar til matar, sem veiddir eru með þessum hætti, og er jafn- vel um tegundir að rceða, sem teljast til farfugla hér hjá okkur og við friðum stranglega, og kæmi ekki til hugar að leggja okkur til munns. Myndir sýnir fugl berjast um hangandi í snöru. 110 DYRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.