Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Side 46

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Side 46
Fáein kveðjuorð Októbermorgunn er að rísa. að bak.i er haustnóttin, myrk, þögul og köld, hvað ber þessi dagur í skauti sínu? Þannig spurning leitar jram í hugann oft á tíð- um að morgni dags, en á þessum degi er eitthvað ógn- þrungið, sem þjakar hugann, og nú veit ég hvað veld- ur því, hún Trilla á að deyja í dag — Trilla, ekki man ég af hverju hún hlaut þetta nafn, en það var henni gefið á hennar fyrsta sumri sem hún lifði. Hugurinn teknr til starfa, hann leitar til baka, níu ár aftnr í tím- ann. Það er vordagur í júní, einn af þessum yndislegu, hljóðu, mildu dögum sem fylla sálina unaði, allt grcer sem óðast, nýtt líf er hvarvetna að kvikna. Ungviðin leika sér, saklaus út um hagann. Sauðburði er að verða lokið, en eftir eru samt örfáar cer að bera, og ein fer ég út um hagann að leita þeirra. Og einmitt á þeirri göngu fann ég þetta litla lamb, nýfcett og ósjálfbjarga niður í grjóturð, aðeins stóð höfuðið upp úr, og þá í fyrsta sinn, strauk ég litla höfuðið og lagði undir vanga minn, og þarna við holuna myndaðist víst sú vinátta okkar á milli, sem enzt hefur fram á þennan dag. En sagan er ekki öll. Lambið átti sér vitanlega móður, og hana meira að segja unga og stygga og eftir mikið bras við að koma þeim mceðgum heim, þá hófst hörð og mikil raun við að koma lambinu á spen- ann og það voru ummceli allra sem þar áttu hlut að máli, að þetta vceri það allra einþykkasta lamb, sem fceðst hefði, það vildi ekkert aðhyllast, nema mann- eskjuna og pelann, og svo lauk, að ég fór með hana í fanginu heim í bce, en móðirin fór ein út í náttúruna. Og síðan hefur hún átt sína lífssögu við bceinn, hún var ekki löng eða ströng hennar yfirferð um dagana, og oft kom hún í heimsókn, til að fá aukabita í bcen- um, og aldrei hafði ég svo mikið að gera, að ég mcetti ekki vera að því að sinna henni. Hún heftir verið lánsskepna, aldrei misst lamb og aldrei verið geld, en nú biluðu fceturnir hennar og þar með hlaut cevin að verða öll. Þetta er fljótt á litið venjuleg cevisaga einnar kindar, en ramminn utan um umgjörðina er endurminning, sem ekki slcer fölskva á. Sumir segja að skepnan sé skynlaus, en þeir, sem umgangast skepnur og gera þcer að vinum sínum mótmcela því og þeirra vinátta er fölskvalaus miklu tryggari heldur en oft gerist á milli manna. Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir, Brúsholti, Borgarfjarðarsýslu. 134 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.