Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 25

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 25
Kosning fór þannig að A-listinn fékk 32 atkvæði, en B-lstinn fékk 17 atkvæði. Nýja stjórnin er þannig skipuð: Formaður: Ásgeir Hannes Eiríksson, Jórunn Sören- sen, Ólafur Thoroddsen, Geir Waage, Jón Kr. Gunn- arsson, Gauti Hannesson, Hilmar Norðf jörð. Varamenn: Jakob Jónasson, Gunnlaugur Skúlason, Ásgeir Guðmundsson, Sigurður Jónsson. Fundi slitið kl. 18.15. Fundarritari: Guðmundur Hannesson. Eftirfarandi tillögur komu fram á aðalfundinum Tillaga nr. 1: Aðalfundur S. D. í. haldinn að Hótel Skiphóli i Hafnarfirði 3. des. 1972 samþykkir eftirfarandi álykt- un: Þær staðhæfingar fyrrverandi stjórnar S. D. I., sem bornar voru fram í greinargerð hennar til Borgarráðs Reykjavíkur í des. 1970 varðandi hundahald í þéttbýli sé 1. andstætt dýravernd, 2. þjáning fyrir dýrin og 3. hættulegt heilsu manna og dýra, brjóta algjörlega í bága við yfirlýsta stefnu W. F. P. A. og I. S. P. A. svo og skoðanir heimsþekktra vísindamanna á hættu fyrir heilbrigði manna og dýra í þéttbýli undir opin- beru eftirliti. Ennfremur fela þessar staðhæfingar í sér órökstudd- ar og ósæmandi aðdróttanir um dýraníðslu í garð milljóna hundaeigenda í erlendum borgum, stjórnvalda þessarra borga og fjölda þjóðhöfðingja heims. Hafa þær stuðlað að kynlegum hugmyndum um Island og orðið íslenzkri dýravernd til álitshnekkis á erlendum vettvangi. Fundurinn hafnar þessum staðhæfingum sem órök- studdum hleypidómum og telur þær ósamrýmanlegar hefðbundnum mannréttindum borgarbúa til þess að fá að halda hunda á heimilum sínum. Fundurinn skorar því á Borgarstjórn Reykjavíkur að endurskoða afstöðu sína í þessu máli, þar sem Reykja- vík er eina borgin í heiminum, sem bannar hundahald, samkv. upplýsingum W. F. P. A. og leyfa hundahald í borginni á grundvelli þeirra reglna, sem W. F. P. A. hefur boðizt til þess að láta í té og nauðsynlegar eru til verndar dýrum og mönnum. Hafnarfirði, 3. desember 1972. Jakob Jónasson (sign), Gunnar Már Pétursson (sign). Tillagan var samþykkt með 34 atkv. gegn 5. Tillaga nr. 2: Við undirrituð leggjum fram eftirfarandi vegna framkominnar tillögu Jakobs Jónassonar og Gunnars Más Péturssonar. Með tilliti til þess að yfir stendur málshöfðun vegna hundabanns í Reykjavík, þá telur aðalfundur S. D. I. fráleitt að taka afstöðu til málsins, þar eð bannið er reist á rökum, sem alls ekki varðar á neinn þátt dýra- vernd. Aðalfundur S. D. I. vísar því fram kominni tillögu frá, og lýsir yfir þeirri skoðun sinni, að deilan um hundaeldi, eins og hún stendur nú, geti á engan hátt talizt dýraverndunarmál, heldur miklu fremur dæmi- gert mannlegt sambýlisvandamál. Jón Kr. Gunnarsson (sign), Gunnlaugur Skúlason (sign), Ólafur Ág. Ólafsson (sign), Helgi Jónasson (sign), Jón Sigurgeirsson (sign), Erna Fríða Berg (sign), Sig. Gunnarsson (sign), Hörður Zóphaníasson (sign). Tillagan var felld með 34 atkv. gegn 18. Tillaga nr. 3, dagskráratillaga: Við undirritaðir berum fram dagskrártillögu þess efnis að umræðum um dagskrártillögu Jóns Gunnars- sonar o. fl. og tillögu dr. Jakobs Jónassonar verði hætt og dagskrártillaga Jóns verði þegar borin undir at- kvæði. Ólafur Thoroddsen (sign), Ásgeir H. Eiríksson. Tillagan var samþykkt samhljóða. Tillaga nr. 4: Aðalfundur S. D. í. 3. desember 1972 samþykkir að breyta lögum sambandsins þannig, að 4. grein verði eins og áður, en þessari grein var breytt á síðasta að- alfundi. 4. grein fyrri málsgrein verður því þannig: Félög skulu ekki greiða skatt til sambandsins, en hver félagi skal skyldur til að vera áskrifandi að riti þess, en þó skal ekki fjölskylda skuldbundin að kaupa nema eitt eintak. Jón Kr. Gunnarsson (sign), Hilmar Norðfjörð (sign), Jakob Jónasson (sign), Jón Guðmundsson (sign). Tillagan var samþykkt með velflestum atkvæðum gegn 3. Tillaga nr. 5: í blaðafréttum var þess getið, að hópur hrossa í DÝRAVERNDARINN 113

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.