Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 37

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 37
skepnunum, auk gagnsins, meðan þeir hafa þær, en þeir eru fæstir, sem þola það, að sjá enga skepnu, ef þeir hafa nokkurt hjarta eða fegurðartilfinningu. Þetta dugði mér við hann Dalabúkassar músahatara og hver veit nema hann Darjan þinn geti orðið orðlagðasti músavinur á endanum ef laglega er að farið." „Já, þá verður honum brugðið, það skal ég segja, því ekkert hatar hann nú reglulega nema mýsnar. En blessaður taktu nú af mér þetta basl, bróðir minn góð- ur; ég skal einhvern tíma taka af þér snúning í stað- inn," sagði Bahman hjarðaguð. „Jæja, kannske við sjáum þá til," sagði Sharever fjalladrottinn, „en nú er ég búinn að masa of lengi hérna, ég sem átti að verða á undan sólinni langt vest- ur yfir Arabíu, og er orðinn svona líka á eftir. Myrkrið flýi þig, bróðir minn," sagði Sharever; þetta var kveðj- an og að vörmu spori sást hinn hugmildi og þolinmóði fjalladrottinn eins og fjólulitur depill lengst burtu á vesturloftinu. „Fylgi þér ljósið og friðurinn, og feginn vil ég alltaf eiga þig að," sagði Bahman, þegar bróðir hans kvaddi; lagaði ofurlítið á sér flugfjaðrirnar og þaut svo eitt- hvað í útsuðrið á eftir síðustu geislunum, en skýið var aldimmt eftir. Sumarið var mesta júbílsumar, svo Darjan hafði aldrei fengið slíkar nægtir af uppskeru og fóðurbirgð- um, enda stundaði enginn maður garða sína og akra betur en hann. Sambúðin við geiturnar sótti samt í gamla farið þegar vetraði. Honum hafði aldrei þótt þær meinsamari en þá, og hann lét þá ekki standa upp á sig, því aldrei hafði hann farið verr með þær en þá. Það átti að heita svo að þær væri ekki reisa þegar út á leið og þó rak hann þær út í hverja rigningu undir eins og snjó fór að leysa um vorið. En þá var það einn dag, þegar hann hafði rekið þær út í eitt versta hrak- viðrið, að þær komu ekki heim að kvöldi móti vanda. Þeirra var þá leitað en engin fannst og giskaði Badúr gamli á, að þær hefðu rásað yfir hálsinn suður í skóg- inn, því nú væri farin að koma vorlykt úr honum. Þangað var svo leitað næstu dagana og víðar, en eng- in fannst og ekki svo mikið sem rytjan af einni þeirra. „Þær naga þá ekki eplatrén mín, bannsett nagdýrin þau arna," sagði Darjan. Annað varð honum ekki að orði, og enginn maður fann að hann teldi þetta með skaða sínum. Hann keypti þó nokkrar geitur seinna um sumarið til að auka mjólkina þegar kýrin geltist, en þær hurfu strax um nóttina og sáust aldrei framar. Þetta kynjaði alla, en Darjan sagðist líklega ekki ætla að hafa „geitna"-lán. Ekki bar á, að það yrði úlföldunum eða ösnunum að ári, að Darjan þurfti ekki að eyða meiru í geiturn- ar. Ofurlítið voru þeir kannske skárri, en sár raun var Badúr gamla að sjá þá. „Það liggur við að farið sé að sjá á ösnunum hjá þér, Darjan minn," sagði fóstri hans einn dag, „þeim bregður við vesalingunum eftir meðferðina hjá honum föður þínum sáluga." „Allt mun nú slampast af," svaraði Darjan; „þeir fá góðan tíma til að tína utan á síðurnar á sér í sumar, þó ekki sé troðið í báða enda á þeim núna." En það var þá um kvöldið, að annar gamall föru- prestur gekk hjá garði, þegar Darjan var að láta inn asnana. „Þú munt vera heytæpur eins og fleiri," sagði karl, „ég sé að asnarnir þínir mega ekkert missa." „Fóður vona ég að endist að öllu forfallalausu," svar- aði Darjan, „og asnarnir taka ekki eins vel vorgróð- urnum, ef þeir eru sléttir á lend og geta ekki hreyft sig fyrir spiki í sumar." „En þetta er kvalalíf og hungrið þjáir dýrin eins sárt og okkur," sagði öldungurinn vin- Láturselur. DÝRAVERNDARINN 125

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.