Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 21

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 21
AÐALFUIM DUR S.D.f. Aðalfundur Sambands Dýraverndunarfélaga íslands (S. D. I.) var baldinn í Skiphóli í Hafnarfirði 3. des- ember s. I. Þar eð mik.lar deilur urðu á fundinum og í framhaldi af því talsverðar breytingar á stjórn, sem hefur í beinu framhaldi valdið stefnubreytingu sam- bandsins varðandi hundaeldi í Reykjavík, þykir rétt að birta fundargerð aðalfundarins, enda hefur slíkt yfirleitt tíðkast áður. Ritstj. Fundurinn var settur af formanni samtakanna, ÞórSi Þórðarsyni. Kjörbréfanefnd athugaði kjörbréf og voru þau samþykkt. Formaðurinn las síðan upp skýrslu um störf félagsins á liðnu starfsári, minntist m. a. á að vinna þyrfti betur að útbreiðslu Dýraverndarans. Fundarstjóri var kjörinn Þórður Þórðarson en fund- arritari Guðmundur Hannesson. Að lokinni skýrslu formanns tók til máls Þorsteinn Einarsson f. h. Fuglafriðunarnefndar. Rakti hann störf þessarar nefndar og kvað von á skriflegri skýrslu frá nefndinni. Fuglafriðunarnefndin hefur afskipti af öllu varðandi rannsóknir og annað það er varðar fugla, svo sem myndatökur á viðkvæmum fuglum o. s. frv. Hilmar Norðfjörð las síðan upp reikninga og fjár- hag samtakanna og gerði grein fyrir fjármálum Dýra- verndarans. Gjaldkeri taldi að gera yrði átak til að fá fleiri kaupendur að Dýraverndaranum og kom hann með ýmsar tillögur í því sambandi. Tveir látnir vel- unnarar dýraverndunar arfleiddu samtökin að eignum um sínum á árinu, en það voru Sigurður Sigurðsson frá Halldórsstöðum og Guðbrandur Thorlacius, Kalastöð- um, Innri Akraneshreppi. Næstur talaði formaður Hundavinafélags íslands og gagnrýndi störf og skýrslu samtakanna, ársskýrslan ekki borin undir stjórn samtakanna. Fleira átaldi Jakob í sambandi við skýrsluna, einnig að Þorsteinn Einars- son hefði borið sér ósannindi á brýn í sambandi við skýrslugerðir til erlendra dýraverndunarfélaga. Jakob gagnrýndi einnig skýrslu félagsins frá fyrra ári í sam- bandi við hundalógun á þremur síðustu mánuðum árs- ins 1971 og rengdi hann að sú skýrsla væri rétt varð- andi hundalógun á því ári. Næst tók til máls Jórunn Sörensen og gerði athuga- semd við skýrsluna þar sem talað væri um lög um hundahald. Olafur Á. Ólafsson talaði næstur og minntist á að Guðbrandur Thorlacíus hefði arfleitt félagið og hversu hjartfólgið mál dýravernd hefði verið honum. Hann taldi að mikils virði væri ef Búnaðarsambandið gæti stutt okkur á einhvern hátt í sambandi við dýravernd. Valdimar Sörensen tók í sama streng og Ólafur. Hann gerði fyrirspurn um hvort Sauðárkróksfélagið væri ekki lifandi. Jón Kr. Gunnarsson talaði næstur minntist á hunda- málið og taldi að bein afstaða S. D. I. væri á móti sinni skoðun. Hann taldi að hundamálið væri ekki lengur dýraverndunarmál, heldur vandamál manna og hann væri á móti beinni afstöðu fundarins. Jón Guðmundsson minntist á að náttúruvernd og dýravernd væru ofin saman á flestan hátt og minntist aðallega á fugla í þessu sambandi og að herða þyrfti eftirlit með skotmönnum. Hugljúf Jónsdóttir talaði næst og sagði frá lífs- reynslu sinni í sambandi við dýr, og sagði sögu af álft í sumarbústaðalandi sínu, og einnig að hún ætti tvo hunda. Sigríður Pétursdóttir minntist á fugla í landi sínu á Skeiðum og samtök bænda þar, að leifa ekki skytterí í löndum sínum. Þorsteinn Einarsson þakkaði samstöðu um fugla- vernd og beindi síðan orðum sínum til Jakobs Jónas- sonar og taldi að nokkur dráttur hefði orðið á að gera full skil í sambandi við aðalfundinn frá í fyrra. Þor- steinn taldi að Jakob hefði borið á sig álygar, sem hann vildi fá frekari skýringu á. Jakob Jónasson svaraði Jóni Kr. Gunnarssyni á vingjarnlegan hátt, en mótmælti, að sú skoðun Jóns, að hundamálið væri ekki dýraverndunarmál. Jakob taldi öruggt, að Hundavinafélagið væri með hreinan meirihluta í sambandinu. Hann svaraði síðan Þorsteini nokkrum orðum í sambandi við aðalfundinn í fyrra og skoraði á fundarmenn að samþykkja tillögu sem borin mun verða fram í hundamálinu. Sambandsþingið sátu að þessu sinni fulltrúar frá eftirtöldum félögum: Dýraverndunarfélagi Kjósar- hrepps, Hundaræktunarfélagi íslands, Dýraverndunar- DÝRAVERNDARINN 109

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.