Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 7
Einn og yfirgef- inn í stór- borginni Umkomuleysið leynir sér ekki í svip kundsins á mynd- inni, enda er hann kominn á flceking. Dýravinur fann hann á förnum vegi, en eigandinn vildi af einhverjum orsökmn losna við hann. Hann valdi þá leið að aka hundinum í annað og ókunnugt hverfi stórhorgarinnar og skyldi hund- inn þar eftir. En lífið hjá flcekingshundum er erfitt í stórborgunum, því samkeppnin um lífsgceðin er hörð, því heimilis- lausir hundar og kettir eru margir og því margir um hvern matarbita, sem til fellur. Þessi hundur sem myndin er af var hins vegar heppinn, því myndatökumaðurinn, sem einnig er mikill djravinur, tók hundinn að sér. skilja það þannig heldur aðeins benda á þessi atriði. Hvað viðkemur friðun landssvæða er allt öðruvísi farið. Það er fyrst og fremst gert í þeim tilgangi að forða eyðingu og spjöllum á landi með þeim stórvirku tækjum er vér höfum yfir að ráða nú á dögum. Hvað við kemur okkur Islendingum þá er það aðkallandi að líta á landið í heild sem verndarsvæði og koma í veg fyrir allar þær eyðileggingar sem verða annaðhvort af manna eða náttúrunnar völdum. Við getum gert stórt og mikið átak hvað viðvíkur verndun landsins. Til dæmis er það alkunn staðreynd að gróðurlandið er að blása á haf út og ef ekkert verður að gert er ekki gott í efni fyrir afkomendur okkar er taka við þessu landi. Þetta er þó ekki það mikið vandamál enn sem komið er að ekki sé hægt að stöðva þessa þróun og snúa henni við. Til er félagsskapur er nefnist Landvernd og hefur bæði yfir flugvélum og flugmönnum að ráða. En sá styrkur sem hann fær hjá hinu opinbera nægir ekki til kaupa á grasfræi eða áburði nema að litlu magni. Hver hugsandi maður getur því séð að ekki verður á unnið með slíku hálfkáki og verður því að hafa eitthvað fjár- magn ef árangur á að nást. Lauslega ályktað myndi vera hægt að stöðva landfokið ef til dæmis hver skatt- greiðandi þessa lands vildi láta af hendi fé þannig að hægt væri að kaupa það magn af fræjum og áburði er með þyrfti og hamla þannig við því að gróðurlendi þessa lands eyðist að fullu. Ef fólk það er byggir þetta land sameinast til varnar sameiginlegum fjandmanni lands og þjóðar er ég viss um að við getum skilað þessu fagra landi voru enn fegurra til afkomenda vorra. Sólmundur Einarsson. DÝRAVERNDARINN 95

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.