Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 41
Nýtízku hænsnarækt
Eins og í flestum öðrum búskapargreinum, hefur
orðið mikil þróun í hænsnarækt. Hænsnin vappa ekki
lengur um á hlaðvarpanum í sveitinni, heldur er nú
hænsnaræktin nær eingöngu rekin í stórum búum,
sem eru nánast verksmiðjur, þar sem framleiðslutækin
eru lifandi hænur. Eggin fara í rennur eða eins konar
færiband og kornið kemur til dýranna með eins konar
sjálffóðrara.
I sumum þessara nýtízku hæsnabúa er hverri hænu
ætlað eitt ferfet til umsvifa, það er að segja það eru
fjórar hænur í hverjum kassa, sem er fjögur ferfet.
Líður hænunum illa eða líður þeim vel? Því verður
erfitt að svara, því þær þekkja ekki aðra tilveru.
Hænsnin eru yfirleitt vel fóðruð, enda yrðu þær ekki
arðbærar að öðrum kosti, og ef einhverjir sjúkdómar
koma upp, þá er ráðið niðurlögum þeirra, ef þess er
nokkur kostur. Þegar arðbærasta tímaskeiði hverrar
hænu er lokið, þá fer hún í sláturhúsið, eins og flestar
aðrar tegundir húsdýra.
En spurningin er, hve langt má verksmiðjurekstur
ganga í húsdýrahaldinu? Er dýraníðsla að ala hænsni í
nýtízkubúi, eða er það ekki?
að sjá það étið á morgnana, og alltaf hlakkaði hanr
til að heyra til hennar á kvöldin, og sofnaði alltaf
vært, þegar hann var búinn að fá að heyra naghljóðið.
Og þennan vetur fann fólkið mikinn mun á því, hvað
Darjan var glaðlegri og þó kveið hann því oft, að litla
vinan hans í klefanum kynni að leggjast frá þegar vor-
aði, og þó hún yrði kyrr þá gat hún þó ekki lifað nema
fáein ár, og svo var allt tómt á eftir.
En svo var það einn dag um vorið, að vikadrengur-
ínn hans fann stálpað kið niðri í holu í hrakviðurs
rigningu, húðblautt og kalt, svo að það hélt varla
höfði. Engar geitur voru þar nærri, svo enginn vissi
hver átti, og svo vafði drengurinn það inn í barm sinn
og hljóp með það heim og hitti þar Darjan einan úti
við lind. „Að þetta skyldi nú koma fyrir," hugsaði
Darjan, „og níðingsverk væri að fara burt með aum-
ingjann svona til reika," og drengurinn var svo hjart-
ans glaður yfir fundinum. „Fáðu þér þá ílát og hlauptu
svo fljótt sem þá getur eftir mjólk til hans Dúrans
gamla og ef þú getur þagað yfir kiðinu og lætur engan
mann vita neitt um þetta, þá skaltu fá að eiga það, eí
það lifnar." Drengurinn var heldur ekki þungur á sér
þegar hann þaut af stað, en Darjan lét kiðið inn á
brjóstið á sér meðan hann beið eftir piltinum og gat
þó ekki annað en verið að skoða kiðið. Það var huðna,
einkar féleg og svartsokkótt og svo nauðalík Sokku
gömlu, sem hann hafði leikið verst, og gat aldrei
gleymt, að honum datt hún undir eins í hug, og nú
lauk Sokka litla upp augunum í barmi hans, þar sem
hann var kominn með hana heim í hlöðu. Hún var
alveg hætt að skjálfa, og Darjan sat með hana þarna
alveg eins og barn og hafði ekki augun af henni. Það
var eins og hann geymdi þar dýrgrip og þó var hann
nærri óstyrkur af óró, en lán var að enginn vissi það
nema pilturinn og hann var dauðþagmælskur. Þegar
mjólkin kom kveiktu þeir upp eld úti í hlöðunni og
yljuðu mjólkina og bjuggu um Sokku litlu þar í hey-
inu um kvöldið; en ekki vildi Darjan verða svefnsamt
um nóttina og með sól þaut hann á fætur og út í hlöðu,
en þegar hann lauk upp, stóð litla Sokka þar úti við
dyr, sultarleg og falleg og jarmaði upp á hann með
sínum skæra og mjóa kiðarómi og sjaldan hefur mað-
DÝRAVERNDARINN
129