Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 39
gjarnlega, „og sviðið hefur Bahman hjarðaguði svona
meðferð á þessum vesalingum sem fáir sinna, þó hor
og ör hrópi oft hærra en nokkur mannsrödd getur
gert." „Ég hugsa þá að hann þurfi að líta eftir einhverj-
um fleiri en ösnunum mínum í vor," svaraði Darjan,
„því þeir munu varla verða sílspikaðir hjá öllum í
þetta sinn, og ef þú ert þyrstur eða matarþurfi, þá er
velkomið að einhverju verði bugað að þér, en bú-
hnykki þína er ég ekki svo fíkinn í, því skepnuhirð-
ingu ertu varla vanari en ég."
„Ég þakka þér gott boð," svaraði presturinn, „en
ég er einskis þurfi sem stendur, en ég veit dæmi til að
Bahman hjarðaguð hefur svift menn ösnum sínum og
öðrum fénaði fyrir mjög ómannlega meðferð og við
því vildi ég vara þig sakir æsku þinnar og hans föður
þíns heitins."
„Bahman gefur þér aldrei sök á því," svaraði Darj-
an, „og einhver ráð verða þeir að hafa, sem engan eiga
asnann." Þá kvaddi öldungurinn og fór hnugginn leið
sína.
Þetta sumar kom asnafár og tíndi upp asna Darjans
á rúmri viku alla saman og var svo undarlegt, að það
tók úlfaldana á eftir og kom hvergi nema til Darjans.
En þegar gamli Masa, uppáhalds úlfaldi föður hans
var lagstur, varð karltetrið hann Badúr gamli að
þurrka tárin úr augunum á sér; en Darjan sagði ekki
annað en það, að hann hefði þó ekki getað vonast eftir
að úlfalda greyið yrði eilífur. Og þegar að Djekúnar
að norðan rændu allri hjörð hans eins og hún var og
rakkanum og mönnunum með, þá sagði Darjan þetta
eitt: „Okkur ætlar ekki verða haldsamt á kvikfénu
hérna." Annað minntist hann hvorki fyrr né síðar á
þann missi.
Ekki bar á því næsta veturinn að Darjan gæfi sig
meira að kúnni en fyrr þó að hún væri eina lifandi
skepnan eftir á heimilinu, en allir aðrir vöktu að kalla
mátti yfir henni dag og nótt eins og veiku barni. Fólk-
ið stalst til að gá að henni á kvöldin áður en það fór
að hátta, og margan morgun fékk Badúr gamli hjart-
slátt, þegar hann var að fara inn til hennar, af kvíðan-
um fyrir því, að hún lægi nú dauð líka, enda var víst
enginn nema Darjan sem ekki tárfelldi morguninn
sem Badúr gamli kom inn rauðeygður af gráti og
sagði kjökrandi, að nú væri kýrin farin líka. Darjan
sagði aðeins eitthvað á þá leið, svo sem við sjálfan sig,
að Bahman hjarðaguði myndi þykja sneiðast um
mjólkurfórnirnar, þegar bæði væru farnar geiturnar
og kýrin.
Heimilið skipti æði mikið um svip við það að dýrin
voru horfin. Það varð tómlegra og allt eins og alvar-
legra á svip bæði úti og inni, eins og gleðin og létt-
lyndið væru farin burtu. Það var eins og allt fólkið
hefði óyndi nema Darjan; hann sagði, að nú mundi
hann þó loksins geta smalað músalaust þegar autt væri
fjósið og asnahúsin, því þar væri aðalból þessara
skemmdarára, enda lánaðist honum þetta, því hann
gekk svo frá þeim, að eftir þann vetur sást þar ekki
mús.
Darjan keypti tvo asna til heimagangs og flutn-
inga um sumarið, hvorn eftir annan og síðast úlfalda,
en þeir lágu allir dauðir fyrstu nóttina sem þeir voru
þar heima og sýndist fólkinu helzt ofurlítið koma á
Darjan þegar úlfaldinn fór líka. Og var það þó varla
svo mjög skaðinn né baginn, því asna og úlfalda ná-
granna sinna átti hann jafnan vísa til hvers sem hann
þurfti og þar varð engri skepnu meint sem aðrir áttu.
En annars var Darjan allur hinn sami á heimilinu og
alúðlegur og greiðvikinn við nágranna sína og gesti,
og ef einhver ympraði á því við hann, að hann vantaði
svo sem ekki efnin til að kaupa sér nógar skepnur, þá
sagði hann aðeins, að hann væri hálf óheppinn með
fénaðareign, en hefði það sem hann þyrfti fyrir sig og
sína af uppskerunni sinni og þó heldur afgang og þetta
gat hann sagt með sanni.
En Badúr gamli þóttist nú samt sjá, að þessi tóm-
leiki og það, að sjá aldrei lifandi skepnu hjá sér lá alls
ekki svo létt á Darjan sem hann vildi láta öðrum sýn-
ast, og þóttist hann marka það á ýmsu þó smátt væri.
Það var eitt fyrir sig um veturinn eftir að allt var
dautt, þá varð honum að spyrja að því einu sinni, eins
og í ógáti, hvar kötturinn væri. Og þegar einhver svar-
aði því, að hann væri horfinn og hefði víst lagzt út,
þegar allar mýsnar voru dauðar, þá hló Darjan reynd-
ar, en það var ekki hans gamli skæri hlátur og aldrei
hafði hann fyrr á æfinni spurt eftir kisu. Eins sá hann
að Darjan stóð oft og starði á eftir asna- og úlfaldalest-
unum sem um fóru, svo lengi sem hann gat eygt þær
og oft lengur, og nú studdist hann stundum fram á
rekuna í garði sínum til þess að hlusta á hundagelt
einhverstaðar langt í burtu, þó hvorki sæust hundarn-
ir né mennirnir. Svo var hann líka farinn að taka eftir
fuglunum og spyrja um nöfn á þeim. Eins leit hann
öðrum augum til asna nágranna sinna þegar hann
fékk þá léða nú, og hlífnari var hann við þá nú en
hann hafði verið við þá forðum, þó hann léti sem
minnst á því bera.
DÝRAVERNDARINN
127