Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 40

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 40
Gamli maðurinn var hér nærfærinn sem oftar um það, hvernig Darjan leið, því honum varð þessi tóm- leiki á heimilinu engu geðfelldari en hinum þegar fram í sótti, og honum fannst eins og sjálf náttúran hefði misst eitthvað af gleði sinni og hlýleik, svo að stundum gat jafnvel komið að honum óelja og leið- indi við vinnu hans í garðinum, sem alltaf hafði verið hans yndi og þetta fór síversnandi. Fjórða vorið eftir að geiturnar hurfu, var Darjan orðinn sárþreyttur á þessu og fastréð að fá sér ein- hverja skepnu til reynslu, eina, þó ekki væri meira, og hafði hann þó lengi verið að streitast móti þeirri hugsun, að þetta væri af því, að hann vantaði eitthvert dýr til að hafa hjá sér, en nú gat hann ekki eirt leng- ur. Hann kom því einu sinni heim með sér um vorið tvævetran asna ljómandi fallegan. Hann var ljósgrár og gljáði á hann allan eins og silki og augun svo hrein og blíð eins og í barni. Allt fólkið þusti utan um hann til að skoða hann og klappa honum og stóð þar svo fegið og undrandi eins og enginn hefði séð þar asna fyrr. Það var eins og stórhátíð væri runnin upp eða sumardagur hefði komið í vetrarhörkum. Þar var kom- ið hvert mannsbarn og eins og allir yrðu þá að börn- um. Hann þorði þó ekki að fara með hann heim á bæ- inn, en fór með hann, þegar allir voru búnir að skoða hann vel, suður í hvammana og skildi hann þar eftir í góðu gengi hjá folaldaösnu nágranna síns og ætlaði brátt að ná sér í fleiri ef þessi lánaðist. En rólegur var hann ekki, og síðast um kvöldið fór hann og vitjaði um asnann, og leið honum þá prýðilega, en þegar hann vitjaði hans með sól um morguninn, sá hann fyrst til- sýndar að hann lá þar sem hann var um kvöldið og sýndist sem hann svæfi, en Darjan löðursvitnaði samt og titraði nærri af óstyrk og þegar hann kom að hon- um sá hann að hann var dauður, en lá eins og sofandi og var volgur ennþá. Darjan húkti þar yfir honum góða stund og strauk hendinni um höfuð hans og háls eins og í draumi, strauk svo hendinni um augun á sér og lyfti honum síðan upp á herðar sér og bar hann að litlum skúta, sem þar var uppi í gilinu, hagræddi undir hann laufi og mosa og hlóð svo steinum upp í skútadyrnar og gekk heim. Hann gat ekki horft á svip og augu fólksins ef hann kæmi heim með hann dauð- an; þetta fannst honum skárra og varð honum sorg og óhugur fóstra hans og fólksins þó nógu sár, en enginn maður spurði neins, allir sáu á honum hvað að var orðið, en sjálfur hét hann því að eignast ekki skepnu næsta daginn. Enn liðu tvö ár, svo að ekki bar til tíðinda, en þau ár átti Darjan bágt. I háttum sínum öllum var hann samur og fyrr og gat jafnvel virzt glaður stundum, en með sjálfum sér var hann það aldrei. Helzta skemmtun hans voru þær stundir, þegar hann fékk léða asna eða úlfalda nágrannanna og var ekki trútt um að hann bæði um að ljá sér þá stundum, þó hon- um lægi ekki lífið á, en það var þó mestur tíminn, og veturnir allir, sem hann sá enga skepnu og þeir tímar voru öllum þraut, en Darjan píndu þeir inn til mergjar. Við þetta auðnarlíf eða lífleysi gat hann aldrei vanið sig. Hann hefði gefið hálfan auð sinn fyrir eitthvað lifandi, fyrir kött, jafnvel fyrir mús. Hann var oft kom- inn á fremsta hlunn með að reyna einu sinni enn, en alltaf kaus hann heldur að gera það ekki; hann gat þó harkað sig fram úr því, að sjá aldrei dýr, en að sjá það deyja í höndum sér, það treysti hann sér ekki við. Ennþá voru tvö ár eftir af frestinum, sem Bahman hjarðaguð fékk til að gera Darjan ríkan og hann var ekki nema 24 ára, en Sharever hinn líknsami, sá allt hvernig leið. Hann sá tár Darjans þegar hann sat yfir litla asnanum og taldi vökustundir hans; og góðgirni Sharevers komst við, þegar hann sá hve margar þær voru orðnar, og sjöunda veturinn, þegar Darjan lá eina nótt í bóli sínu og hugsanir hans héldu vöku fyrir honum eins og oftar, þá heyrðist honum allt í einu eitthvað þruska þar í geymsluklefanum við hliðina á honum. Hann lá lengi og hlustaði, 03 svo ótrúlegt sem honum fannst það, þá gat hann þó ekki betut heyrt en að þar væri mús að naga, þar sem fiskætið hans var hinum megin við þilið; og Darjan hélt hvað eftir annað niðri í sér andanum til þess að geta heyrt þetta sem bezt og þarna lá hann grafkyrr þangað til naghljóðið hætti undir morguninn og þaut svo á fæt- ur undir eins og hálfbjart var og læddist hljóðlega inn í klefann. Mús sá hann enga, en hann gat varla að því gert að brosa ekki að því, hve feginn hann varð, þegar hann sá dálítið músarnag á einum fiskinum þar við þilið. En svo feginn var hann, eins og hann hefði þá fengið þar fagnaðarboðskap frá Ormúzd sjálfum, og þangað kom hann á hverjum degi og stundum oft á dag í klefann og stóð þar oft grafkyrr langa tíma til þess að reyna að sjá músinni bregða fyrir eða sjá hana taka fiskmulninginn eða eplabitana, sem hann lagði þar á gólfið handa henni, en aldrei varð hann svo heppinn að sjá hana, en með sömu ánægju bitaði hann fyrir hana á hverjum degi og var jafn þakklátur fyrir 128 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.