Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 26

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 26
Skagafirði hefði verið svo aðþrengdur af hungri vegna jarðbanns, að hrossin hefðu nagað hár hvers annars. Aðalfundur S. D. L, 3. des. 1972 felur stjórn sam- bandsins að afla upplýsinga og gera nauðsynlegar ráð- stafanir til að hinum seku verði refsað, reynist fréttin rétt. Stjórn D. R. Tillagan var felld. Tillaga nr. 6: Kaupendatala Dýraverndarans er hryggilega lág. Aðalfundur S. D. I., 3. des. 1972 felur stjórn sam- bandsins að athuga sem vandlegast, hvaða leiðir til útbreiðslu hans kunni að vera vænlegastar. Stjórn D. R. Tillagan samþykkt með öllum atkvæðum. Tillaga nr. 7: Aðalfundur S. D. I., 3. des. 1972 felur stjórninni að afla hjá samböndum sínum erlendis upplýsingum um aðferðir til að eyða villiköttum og fuglum á sem mannúðlegastan hátt. Stjórn D. R. Tillagan samþykkt samhljóða. Tillaga nr. 8: Aðalfundur S. D. í. haldinn 3. des. 1972 ítrekar fyrri samþykktir sínar í hælismálinu og sköttun skotvopna og skotfæra. Bæði knýja þessi mál á æ fastar um aðgerðir. Meðan samtökin hafa engan fastan tekjustofn, hlýtur starfsemi þeirra að vera í molum, hversu mikla vinnu sem einstakir félagsmenn leggja á sig. — Fundurinn skorar því á stjórnina og allar félagsdeildir að leggjast á eitt til að koma frumvarpi um sköttun skotfæra og skotvopna á vettvang og afla því nauðsynlegs fylgis til jákvæðrar afgreiðslu á yfirstandandi Alþingi. Stjórn D. R. Samþykkt samhljóða. Tillaga nr. 9: (Tillaga frá Aðalfundi Dýraverndunar- félags Hafnarfjarðar, sem beint var til aðalfundar S. D. í.): Aðalfundur Dýraverndunarfélags Hafnarfjarðar samþykkir að beina því til Stefáns Gunnlaugssonar al- þingismanns, að hann flytji frumvarp á Alþingi ásamt öðrum þingmönnum, er hann kann að fá til liðs við sig um skatt á skotfærum er fari til starfsemi S. D. í. F. h. Dýraverndunarfélags Hafnarfjarðar Þórður Þórðarson. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Ársskýrsla Sam- bands Dýravernd- unarfélaga fslands Stjómin hélt 5 bókaða fundi á starfstímabilinu, en auk þess höfðu ýmsir stjórnarmenn samband sín í mill- um af ýmsum orsökum vegna starfsemi samtakanna. Eins og fram kemur í bókun samtakanna var síðasti aðalfundur S.D.I. 12. desember s.l., en fráfarandi stjórn skilaði af sér störfum á fundi 25. marz og verð- ur því að telja störf núverandi stjórnar hefjast þar með. Utkoma málgagns S.D.I. var nokkuð á eftir áætlun. Kom 6. tbl. ársins 1971 nokkru eftir áramót 1972 og fyrsta tölublað 1972 í maí 1972. Með því tölublaði kvaddi ritstjóri Dýraverndarans, Guðmundur G. Hagalín, en hann hafði áður sagt starfi sínu lausu. Stjórn S.D.I. hafði auglýst eftir ritstjóra og nokkrar umsóknir borizt, en stjórnin var ekki reiðu- búin að ráða neinn af umsækjendum. Varð að samkomulagi að ritari S.D.I. Jón Kr. Gunn- arsson tæki að sér ritstjórn til bráðabirgða. Kom 2. tbl. út í júní í sama broti og áður en með nokkuð öðru sniði. 3. tbl. kom nú út seinni hluta sumars og 4. tbl. er um það bil tilbúið til dreifingar. Ætlunin er að gefa út 5. og 6. tbl. í einu lagi og reyna þannig að vinna upp þann drátt sem hefur orðið á útgáfunni. Mun það tölublað verða tvöfalt að stærð og koma út fyrir áramót, enda meginefni blaðsins þeg- ar tilbúið. I Dýraverndaranum hefur verið lögð áherzla á að hafa sem fjölbreyttast efni um dýravernd og náttúru- vernd, og hefur verið víða við komið í skrifum. Lögð hefur verið áherzla á skrif sem hæfa ungu fólki. Einn- ig má benda á leiðbeiningar um meðferð gæludýra samanber 2. tbl. og hefur það verið sérstök ósk for- ráðamanna S.D.I. að slík skrif yrðu aukin, enda er al- menn leiðbeiningastarfsemi um dýrahald alls konar dýra í undibúningi í málgagni S.D.I. Slík leiðbeininga- starfsemi hefur oft verið til umræðu á fundum S.D.I. Askrifendatala Dýraverndarans undanfarin ár virð- ist í algjöru lágmarki, enda virðast ekki allir félagar 114 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.