Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 36

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 36
Þetta voru þeir Bahman, hinn holli verndari hjarð- anna og Sharever fjalladrottinn, sem ríkastur er allra af miskunn, að undanteknum Ahúra Masda alföður sjálfum. Þeir höfðu komið þangað nærri undir eins, þó hvor kæmi úr sinni átt, því Sharever kom að austan og kom auga á skýið austur hjá Afghanafjöllum og stefndi svo beint á það, en Bahman sá það ekki eins fljótt, því hann kom að norðan, svo Elbúrs skyggði á. Þeir sáu undir eins að hann Skýjafeykir bróðir þeirra hafði sópað þarna saman hnoðrunum í hægindi handa þeim, svo þeir gætu hvílt sig í kvöldgeislunum og not- ið sólarlagsins. Þeir hölluðu sér þarna líka eins og þeim var hægast og horfðu austur eftir dölunum og niður á fjöllin. „Eg er alveg í standandi vandræðum með hann Darjan," sagði Bahman meðal annars; „hann er ekki illa innrættur, en léttúðin í honum er einstök og eng- inn múlasni er þrárri; hann gerir mig hreint ráðalaus- an. Eg sé ekki önnur úrræði, en að láta hann mæta heilsuleysi, barnamissi eða einhverjum öðrum óhöpp- um af því tagi til þess að reyna að mýkja hann, ef hann kynni að skána við skepnurnar sínar ofurlítið." „Mér er nú aldrei um þá aðferð," svaraði Sharever fjallaguð, „þessi betrun eða dyggðir, sem saglast inn í mennina með tímalengdinni við veikindi og mæðu, veiztu að Alfaðir metur lítils og fyrir það fáum við enga þökk hjá honum, því hann veit, að betrunin kem- ur þá af bilun en ekki manngæðum og þá eru slíkir menn lögleg eign Ahrimans." „Jæja, en hvað um gildir, til þess er þó oftast grip- ið," svaraði Bahman, „og það hefur þó margan lagað í sambúð við menn og skepnur, að minnsta kosti. Eg kynni nú líka að reyna eitthvað annað, ef ég hefði tímann fyrir mér, en það er nú öðru nær, og það er meinið, því Ormúzd sólardrottning fól mér í hittið- fyrra, daginn sem faðir Darjans skildi við, að annast son hans og láta hann blómgast og blessast, svo ávöxt- ur yrði á hverjum kvisti og tvö höfuð á hverri hans skepnu. Hann á að njóta ágætismannsins hans föður síns og svo synir hans og sonarsynir ég veit ekki hvað langt. Eg þekkti piltinn og vék lítillega að því, að drengurinn væri fremur ónærgætinn við skepnur og þrár, ég held ég hafi sagt sauðþrár. En Ormúzd brosti að eins hlýtt og bjart eins og sólin og sagðist ekki vera hræddur um, að mér yrði ekki eitthvað til að lagfæra annað eins og þetta í hendi minni. Svo lofaði ég þessu og annað hefði enginn getað í mínum sporum." „En hefurðu þá reynt nokkuð til við piltinn?" spurði Sharever. „Skoðaðu nú til," svaraði Bahman hjarðaguð, „pilt- urinn var ungur, rúmra sextán ára, svo ég var hálf- gert að vona að þetta gætu verið æskubrek, sem hyrfu bráðlega, en mér hefur ekki orðið að því. Það var nú til að mynda strax í fyrra vetur, fyrsta veturinn, sem hann átti að heita húsbóndi, þá fann hann að því að fóstri hans fleygði moðlúku undir kúna, svo hún lægi ekki á berri hellunni, en hann hélt það væri nógu gott í úlfaldana; og svo lak ofan í básinn í rigningunni þeg- ar fram á kom. Geiturnar beinlínis svelti hann, þang- að til ég blés þeim því í brjóst, að naga börkinn af epla- og mórberjatrjánum hans, þá neyddist hann til að snara dálítið betur í þær, en meðferðin hans á sokk- óttu geitinni, þegar hann hitti hana í annað sinn við mórberjarunnann, hún verður mér minnisstæð og svo veinar greyið hún Dúdú svo sárt undan honum stund- um, að mig tekur í mjóbakið, eins og tíkargreyið var honum þæg. Og ekki get ég betur séð, en hann hafi þó verið öllu verri í vetur sem leið, því þegar hann neyddist til að hára nokkrum geitum til að halda þeim votum með- an kýrin var geld, þá dró hann það af hinum, og á ösnunum og úlföldunum var skammarmeðferð, en verst þótti mér af öllu og reglulega ills viti, hvernig hann fór með rakkagarm föruprestsins núna í vor. Hundurinn var sársoltinn að sjá og skauzt inn í dyrn- ar og náði sér þar í þunnildisnef, en Darjan sá þegar hann skauzt út með þetta og var svo harðbrjósta, að hann greip stein og henti í hundinn. Eg lét þá rakkann detta niður eins og dauðann, til að vita hvort Darjan brygði ekki neitt við að sjá, að hann hefði drepið rakk- ann svangan og magran, en það bar ekki á því; hann leit glottandi til prestsins og þóttist góður að hafa hæft svo vel fríhendis. Eg var nú reyndar sjálfur föruprest- urinn, okkar á milli sagt, og bætti rakkanum skellinn vel, en Darjans gerð var söm fyrir það, og það er ekki mjög efnilegt að eiga að gera þennan mann einn rík- asta hjarðeiganda á Persalandi. Eg hef reyndar tvisvar sinnnum fjögra ára frest ennþá þangað til Darjan er 26 ára, en ekki lízt mér á það, nema ef góðvild þín og þolinmæði finnur einhver ráð." „Fyrst fresturinn er þó svo langur," sagði Sharever fjallaguð brosandi, „þá þykir mér þú gera vel lítið úr þér og snilli þinni. Þú gætir reynt að taka skepnurnar frá honum smám saman, því mennirnir eru svo hugs- unarlausir að þeir sjá ekki hvert yndi og prýði er að 124 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.