Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 13

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 13
endurprenta nokkuð af þeim kortum, sem móðir mín gaf út og sjálfir gefið út þrjú. Tvö þeirra eru með myndum efir Höskuld Björnsson og eitt með sól- skríkjumynd eftir Eggert Guðmundsson. Hinn síðar- nefndi hefur nú málað fagra mynd af lítilli stúlku, sem er að gefa snjótittlingum, og gefið hana sjóðnum til þess að prýða með jólakortið í ár. Fyrri myndina gaf hann einnig og stöndum við í mikilli þakkarskuld við hann fyrir það. Sjálfsagt er að geta þess hér, að þeir listamenn, sem gert hafa myndirnar á eldri kort- unum munu einnig hafa gert það endurgjaldslaust til styrktar sjóðnum. Þeir eru nú allir látnir. Það voru auk Höskuldar þeir Jóhannes Kjarval og Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Þökk sé þeim fyrir það. Þótt dálítið sé til enn af öllum kortum sjóðsins gef- um við nú út tvö. Annað með mynd Eggerts en hitt níeð mynd af styttu föður míns á Miklatúni. Það hefur reynst erfiðleikum bundið að fá hentugt fuglafóður. Efni sjóðsins hafa því miður ekki leyft nein stórkaup. Við höfum sent skólum úti á landi 20—-30 sekki á ári. Auk þess höfum við látið kunn- ingja og aðra, sem þess hafa óskað, fá dálítið af fóðri, meðan byrgðir hafa endst. Við vonum að sjóðurinn eflist svo mikið í fram- tíðinni að hann verði þess megnugur að geta gefið öll- um, sem þess óska, eins mikið af korni og þeir þurfa á að halda. Eg vil að lokum hvetja fólk til þess að gefa fuglun- um. Anægjan af því að horfa á þá borða margborgar fyrirhöfnina við að gefa þeim. I skammdeginu er best að gefa strax og birtir af degi og þeir, sem kött eiga þurfa að gæta þess að hann sleppi ekki út, meðan á máltíð fuglanna stendur. Ef hægt er að koma því við, er ákjósanlegast að dreifa fuglamatnum á húsþak eða þak á bílskúr, þar sem kisa síður nær til fuglanna. I kvæðinu „Vetur” segir Þorsteinn við þann sem gefur fuglunum „Þá sjer hann vinur sælustund er saklaus þolir pínu, og öðrum hörð mun linast lund af líknarverki þínu, og máske einhver muni þjer og manndyggð launi slíka. — Jeg veit, hvað svaungum vetur er þú veist það kannske líka." Erlingur Þorsteinsson s|m| j |ö|r á brauðið í 1ba.lEstii.rinn ápönnuna Osta-og smjörsalan s.f DÝRAVERNDARINN 101

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.