Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.12.1972, Blaðsíða 14
Marteinn Skaftfells: KVEÐJA Haust. Laufskrúð trjánna, er gladdi augu okkar í sumar, fýkur nú fölnað um garða og götur. Tréð fórn- ar laufkrónu sinni til að lifa veturinn. — Rökvís, vit- urleg ráðstöfun náttúrunnar í eilífri hringrás lífs og dauða. En er Vetur konungur með snæ sinn og ís, dásamlegan leikvang tápmikillar bernsku og æsku, — víkur fyrir mildri gyðju Vors og Sólar, skrýðast trén nýju laufi, er vekur okkur nýja gleði, nýjan unað. Er fundum okkar, Litli Vin, bar fyrst saman, stóðu trén í haustfegurð sinni og voru að fella blöð sín, er einnig þá, bárust um garð og stétt, eða ílentust við ræt- ur upphafs síns og skiluðu móður Jörð aftur lífrænum efnum sínum, til að eiga þátt í nýju Hfi, nýrri fegurð, næsta sumar. Það var haust. En það var sannarlega enginn haust- fölvi á lífi þínu né litum, Litli Vin. Síðan höfum við búið undir sama þaki, — innan sömu veggja. Og ótal eru þau ánægju augnablik, er þú hefur miðlað með fasi þínu og fjöri. I þér sameinuðust þróttur, fegurð og fjör. I hverri línu líkama þíns var fegurð. I hverri hreyfingu meðfædd mýkt og þróttur. Fæddur varstu á Islandi. En af suðrænu bergi varstu brotinn. Ætt þína og uppruna barstu svo í svip og fasi, að engum duldist. Frá upphafi varstu gjöfull á gleði og söng. Radd- svið þitt var furðulega breitt. Og af ætt þinni hef ég engan heyrt flytja slíkar dillandi söngtrillur sem þig. Stundum var engu líkara en tveir væru að syngja. Raddleikni þín var furðuleg. Fjöri þínu hélztu til enda, þótt aldurinn væri orð- inn hár. En Ijóst var þó síðustu daga sumars, að kraft- ar þínir voru á þrotum. Og er vetur heilsaði, — fyrsta dag vetrar, kvaddir þú lífið, Litli Vin. — Þú vissir er stund þín var komin. Með tiginni ró dróstu þig inn í skugga í horni íbúðar þinnar, lagðist með reistu höfði, er nam við vegginn, og horfðir út í fjarskan. Eða horfðirðu, ef til vill, inn í nýja framtíð? Lífinu lifðirðu með reisn. Og með reisn mættirðu dauðanum, Litli Vin. Legstaður var þér valinn milli tveggja trjáa, þar sem geislar morgunsólar lýsa og verma. A leiði þínu verður hvorki reistur steinn né kross. A það voru lagðar nokkrar rósir. Og trén fella á það fölnuð blöð. Og svo munu þau gera á hverju hausti. Og á hverju sumri mynda yfir því boga lifandi lauf- skrúðs, og vinir gróðursetja á því litfögur blóm til minningar um þig, og sem kveðju til þín. Við þökkum þér 15 ára samfylgd. — Við þökkum þér og söknum þín, litli gaukur, og geymum þig í sjóði ljúfra minninga. Vertu sæll, Litli Vin. M. Sk. Hundur bjargar heimilisfólki Það var í vor sem leið, í maímánuði, að heimilis- fólkið að Mávavatni við Reykhóla svaf svefni hinna réttlátu, enda klukkan tvö að nóttu og það þreytt eftir erfiði dagsins. Alkunna er hve fólk sefur fast fyrri hluta nætur og þarf þá oft mikið að ganga á, til þess einhver hrökkvi upp. — Hundinum á Mávavatni tókst það þó, hann tók að gelta svo ákaflega að bónd- inn vaknaði, en þá var kviknað í húsinu. Að minnsta kosti 4 börn voru þarna sofandi ásamt bóndanum, en honum tókst að vekja þau öll og koma þeim út. — Má telja víst, að þarna hefði orðið stórslys, ef heimilis- hundsins hefði ekki notið við. 102 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.