Hugur - 01.01.1989, Side 11

Hugur - 01.01.1989, Side 11
HUGUR ÞORSTEINN GYLFASON endanlega ráðningu á öllum gátum heimspekinnar. Og ef þessi trú mín er rétt, þá er síðari ástæðan til þess að bók mín er einhvers virði sú að bókin sýnir hve lítið er unnið við að þessar gátur séu ráðnar. Vínarborg 1918 L.W.8 Wittgenstein breytti samkvæmt þessari niðurstöðu og lagði alla heimspeki á hilluna.9 Hann var búinn með hana, og nú gerðist hann bamakennari í fátæku sveitaþorpi í Austurríki. Þetta vom mikil umskipti að mörgu leyti. Hann var auðmanns- sonur: faðir hans hafði verið einn af helztu iðjuhöldum austurrísk-ungverska keisaradæmisins, og fyrir styrjöldina hafði sonurinn lifað samkvæmt því. Það var til dæmis til þess tekið hér á Islandi hvað hann og ferðafélagi hans David Pinsent bámst mikið á, og það var Wittgenstein einn sem stóð straum af ferðinni.10 (Þess má geta um David Pinsent að hann féll í styrjöldinni, og Rökfræðileg ritgerð um heimspeki er helguð minningunni um hann.) En þegar Wittgenstein tæmdist föðurarfur gaf hann hvem einasta eyri: hann veitti, án þess að láta nafns síns getið, tveimur fremstu skáldum síns tíma, þeim Rainer Maria Rilke og Georg Trakl, mikla styrki,11 en bað annars systkini sín að taka við fénu. Hann taldi að þau væm svo auðug fyrir að eilítið meira fé mundi ekki spilla þeim meira en orðið væri, sem væri stór hætta fyrir alla aðra. Sjálfur hélt hann ekki öðmm eignum en fjallakofa sem hann hafði byggt sér í Noregi sumarið. 1914. Barnakennsluna stundaði hann í sex ár og varð síðan garðyrkjumaður í klaustri einu í Vínarborg og vildi um skeið gerast munkur þar innan múra. Næst gerðist hann húsameistari 8 Ludwig Wittgenstein: Tractatus Logico-Philosophicus, bls. 2-5. 9 Um ævi Wittgensteins má mjög víða lesa, til dæmis eru æviágrip í mörgum bókum sem skrifaðar hafa verið um heimspeki hans. Nú er að koma út fyrsta meiri háttar ævisaga hans. Fyrsta bindið kom út 1988: Brian McGuinness: Wittgenstein a Life: Young Ludwig 1889-1921, Duckworth, London 1988. to A.C. Grayling: Wittgenstein, Oxford University Press, Oxford og New York 1988, 5; Brian McGuinness: Wittgenstein a Life: Young Ludwig 1889-1921, bls. 135-136. 11 Georg Henrik von Wright: „A Biographical Sketcli" í Wittgenstein, University of Minnesota Press, Minneapolis 1983, 23n. 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.