Hugur - 01.01.1989, Síða 14

Hugur - 01.01.1989, Síða 14
LUDWIG WITTGENSTEIN HUGUR Setning er mynd, sagði hann. Myndir geta verið réttar eða rangar alveg eins og setningar eru sannar eða ósannar, og við skiljum nýja setningu með sama óbrotna hætti og við sjáum nýja mynd sem sýnir okkur eitthvað sem við höfum aldrei séð áður. Myndakenningin um merkingu er höfuðkenning Wittgen- steins í Ritgerðinni, og þar notar hann hana í margvíslegum tilgangi: til að rökstyðja eindahyggju um heiminn og líka þá kenningu Freges og Russells að stærðfræði sé öll smættanleg í rökfræði. En við höfum ekki tóm til að staldra við nema eitt atriði. Það er að vísu höfuðatriði.16 Það er að minnsta kosti ein áberandi undantekning frá því að setningar séu myndir. Setningar rökfræðinnar eru ekki myndir. Rökfræðileg sannindi eru klifanir sem Wittgenstein kallaði, eins og „Annaðhvort rignir eða rignir ekki“ eða „Ef það rignir í dag verður leiknum aflýst, og það rignir í dag svo það verður enginn leikur“. Wittgenstein fann raunar upp á einfaldri aðferð sem nú stendur í hverri kennslubók í rök- fræði, svonefndri sanntöfluaðferð, sem sýnir þetta með eink- ar ljósum hætti fyrir setningarökfræði. Hún er aðferð til að leiða í ljós að samsett rökfræðileg setning er ávallt sönn, hvort heldur setningamar sem hún er sett saman af eru sannar eða ósannar. Og setning sem er ávallt sönn segir okkur ekkert um heiminn. Ilún er ekki mynd af neinu. „Annaðhvort rignir eða rignir ekki“ gefur okkur enga mynd af veðrinu. Setningar rökfræðinnar segja ekkert. Hyggjum aðeins betur að þeim. Eg hef enn ekki rökstutt þessa kenningu nema með því að nefna dæmi. Minnumst þess nú að rökfræðin fjallar um setningar og á að segja til um hvenær og hvemig eina setningu leiðir af öðrum setningum. Tökum ályktunina: Ef það rignir verður leiknum aflýst. Það rignir. Þar með verður leiknum aflýst. 16 Um eindahyggju Wittgensteins sjá James Griffin: Wittgenstein's LogicalAtomism, Clarendon Press, Oxford 1964. Þetta hefurmérþótt einhver bezta bók sem um Wittgenstein hefur verið skrifuð. 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.