Hugur - 01.01.1989, Page 15

Hugur - 01.01.1989, Page 15
HUGUR ÞORSTEINN GYLFASON Nú er ekki minnsti vafi að niðurstöðuna í þessari ályktun leiðir af forsendunum. En af hverju? Hvað réttlætir það að við drögum þessa ályktun en ekki liina gagnstæðu? Hér þætti mörgum freistandi að grípa til rökfræðireglu og segja að þessi ályktun sé gild vegna þess að almennt talað sé það gilt að álykta sem svo: Ef ef A þá B, og A, þá leiðir af því B En ef við þurfum þessa reglu til að réttlæta upphaflegu ályktunina þá komumst við í kreppu. Reglan getur ekJci orðið annað en þriðja forsendan í upphaflegu ályktuninni, sem kallar aftur á nýja reglu og þannig áfram endalaust.17 Þetta er kreppa af því tæi sem heitir vítaruna. Þessa tilteknu runu uppgötvaði Lewis Carroll.18 Hún fer með þó nokkurt hlutverk í hinni frægu ritgerð Quines „Sannindi eftir samkomulagi“19 og í bók Hofstadters Gödel, Escher, Bach sem margir kannast við.20 Með öðrum orðum: það geta engar ályktunarreglur verið í rökfræði. Það geta engar rökfræðilegar setningar sagt um aðrar setningar að eina þeirra leiði af öðrum. Hvort eitt leiðir af öðru sést af sniði setninganna. Það verður sýnt, en það verður ekki sagt. Hér erum við komin að því sem Wittgenstein sagði við Russell að væri kjami málsins í Ritgerðinni: greinarmuninum á því sem sagt verður og hinu sem einungis verður sýnt.21 Með öðrum orðum greinarmuninum á hinu segjanlega og hinu 17 Sbr. H.O. Mounce: Wittgenstein's Tractatus: An Introduction, Basil Blackwell, Oxford 1981, bls. 46-47. 18 Lewis Carroll: „What the Tortoise Said to Achilles" í Lewis CarroII's Symbolic Logic, Harvester Press, Hassocks 1977, bls. 431-434. 19 W.V.O. Quine: „Truth by Convention" í The Ways of Paradox and Other Essays, Harvard University Press, Cambridge, Massachusetts 1976, bls. 104-105. 20 Douglas R. Hofstadter: Gödel, Escher, fíach: An Eternal Golden Braid, Random House, New York 1980. 21 Hér styðzt ég við óprentuð drög að ævisögu Wittgensteins eftir hagfræðinginn víðkunna Friedrich A. Hayek. W. Mays háskóla- kennari í Manchester lét mér ljósrit af þeim f té fyrir milligöngu vinar míns Ólafs Ragnars Grímssonar. Sjá líka Brian McGuinness: Wittgen- stein a Life: Young Ludwig 1889-1921, bls. 277. 13 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.