Hugur - 01.01.1989, Side 17

Hugur - 01.01.1989, Side 17
HUGUR ÞORSTEINN GYLFASON IV Wittgenstein hélt að fleira væri ósegjanlegt en rökvíslegar ályktanir og innsta eðli hlutanna. Hann trúði hinu sama um list og fegurð, trú og siðferði. I fyrirlestri um siðfræði sem hann flutti í Cambridge 1929, og til er á íslenzku í Skími 1968, varpaði hann ljósi á þessar skoðanir sínar með einföldum dæmum.23 Þessi dæmi sótti hann í eigin reynslu sína, og þóttist vita að þau ættu sér einhvers konar hliðstæður í reynslu hvers einasta manns. Annað dæmið var af þeirri tilfinningu að vera algerlega óhultur, sama hvað gerist. Hitt var af þeirri tilfinningu að undrast það að heimurinn skuli yfirhöfuð vera til, að eitthvað skuli vera til fremur en alls ekki neitt. Það vill svo til um sjálfan mig að ég get sett mig í spor Wittgensteins um báðar þessar tilfinningar. Ég gæti líka nefnt frá eigin brjósti þá tilfinningu að það sé fullkomið samræmi í öllum hlutum sem ekkert geti raskað. Aðrir þurfa kannski önnur dæmi til að lifa sig inn í vandann og lausn Wittgensteins á honum. Nú skulum við veita því athygli um öryggistilfinninguna - „Ég er öldungis óhultur, það getur ekkert grandað mér!“ - að lýsing okkar á henni er ósköp einfaldlega merkingarlaus í hversdagslegasta skilningi. „Að vera óhultur“ er skilorðs- bundið hugtak. Við erum óhult hér inni af því að það er engin hætta á að við blotnum þó að rigni og að minnsta kosti lítil hætta á að við verðum fyrir bíl eða smitumst af alnæmi. En það er ekkert til sem heitið gæti að vera óhultur skilyrðislaust, sama hvað gerist. Ekki frekar en það er til skilyrðislaust heilbrigði þannig að ég geti sagt „Ég er heilbrigður sama hvað gerist, líka þótt ég veikist.“ Svo að hér höfum við dæmi þess að hversdagsleg mannleg tilfinning, öryggistilfinning af ákveðnu tæi, verði ekki látin í ljósi nema með merkingarlausum orðum. Þessi tilfinning er með öðrum orðum ósegjanleg. 23 Ludwig Wittgenstein: „Fyrirlestur um siðfræði'* þýddur á íslenzku og aukinn fáeinum inngangsorðum af Þorsteini Gylfasyni í Skími CXLII, Reykjavík 1968, bls. 91-103. 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.