Hugur - 01.01.1989, Qupperneq 20
LUDWIG WI ITGENSTEIN
HUGUR
Öllum þessum spurningum get ég auðvitað ekki svarað í
slultu erindi. Þess vegna ætla ég ekki að reyna það. í þess stað
langar mig til að hyggja að einni frægri röksemdafærslu í
Rannsóknum í heimspeki og freisla þess að leggja hana út.
Þessari útlagningu minni er ætlað að leiða í ljós mikilsvert
samband milli Rannsóknanna og Rökfræðilegrar ritgerðar um
heimspeki, og þar með að efna loforð frá því áðan um að sýna
fram á að Wiltgenstein fyrr og síðar sé einn heimspekingur en
ekki tveir.
VI
Þessi röksemdafærsla hefur verið heimspekingum óþrotlegt
umhugsunarefni og umtalsefni á síðuslu árum. Það hafa verið
skrifaðar um hana heilar bækur - ég hef lesið þrjár - og
ókjörin öll af ritgerðum í lærðum tímaritum.2' Frægasta
útleggingin á henni er eflir Saul Kripke prófessor á Princeton,
sem er að líkindum fremstur þeirra heimspekinga sem riú eru í
blóma lífsins. Hjá Kripke heitir rökfærslan „þverstæða
Wittgensteins“, og hann lætur þá skoðun í ljósi að hún sé
frumlegasta þverstæða gervallrar heimspekisögunnar og það
sé með ólíkindum hvað til þess hafi þurft að láta sér detta annað
eins í hug.28
Þverstæðan er þessi. Ilugsum okkur samlagningardæmi, 27
+ 12, og hugsum okkur að það verði fyrir manni í fyrsta sinn.
Nú er ekkert sjálfgefið uin það hvaða merkingu táknið „+“
hefur. Það gæti merkt plús, en það gæti líka merkt kvús.sem er
alveg eins og plús með þeirri undantekningu að þegar „+“
merkir kvús er útkoman úr dæminu 27 + 12 ekki 39 heldur 7.
Við skiljum samlagningarmerkið auðvitað sama skilningi
þegar við reiknum þetta dæmi og við höfum skilið það til þessa
dags, allt frá því við lærðum að leggja saman í fyrsta sinn. En
27 Bækurnar eru Saul A. Kripke: Wittgenstein on Rules and Private
Language, Harvard University Press, Cambridge, Massachusetts
1982; G.P. Baker og P.M.S. Hacker: Scepticism, Rules and
Language, Basil Blackwell, Oxford 1984; Colin McGinn: Wittgenstein
on Meaning: An Interpretation and Evaluation, Basil Blackwell,
Oxford 1984.
28 Saul A. Kripke: Wittgenstein on Rules andPrivate Language, bls. 60.
18