Hugur - 01.01.1989, Page 22
LUDWIG Wl'ITGENSTElN
HUGUR
um samlagningarregluna, eins og hjá Kripke, og ólíkar
túlkanir á henni sem geri hvaða tölu sem vera skal að réttr.i
útkomu úr samlagningardæmi. En þessi skilningur og frekari
lúlkun Kripkes á orðum Wittgensteins kemur ekki heim við
það sem Wittgenstein kallar beruin orðum svar við þver-
stæðunni: „Svarið var: ef allt getur komið heim við regluna, þá
getur allt brotið í bág við hana líka.“ Þaðan af síður kernur það
heim við framhaldið:
Sjá má að hér er misskilningur á ferðinni á því einu að eftir
þessum hugsunarhætti röðum við saman túlkunum hverri á
fætur annarri, eins og liver þeirra fullnægði okkur að minnsta
kosti í andartak þangað til við hugsuðum okkur enn aðra að
baki henni.
Þessi orð sýna óumflýjanlega að Wittgenstein er að hugsa
um vítarunu af sama tæi og við rákum okkur á þegar við
fjölluðum um ályktunarreglur í Ritgerðinni. Runan er fólgin í
þverstæðunni og svarinu við henni: þverstæðan býður okkur
að hugsa upp túlkun á reglu sem réttlætir til dætnis svarið 7 við
spurningunni hvað tvisvar þrír séu mikið, svarið við
þverstæðunni gerir okkur kleift að hugsa upp túlkun sem gerir
þetta að rangri útkomu og þannig áfram endalaust. Hér höfum
við vítarunu. Og hvað sýnir þessi runa? Wittgenstein segir það
berum orðum:
hað sem þetta sýnir er að það cr til skilningur á reglu scm er
ekki túlkun á reglunni, heldur sýnir sig í því sem við köllum
„að fylgja reglunni“ og „að brjóta hana“ í einstökum tilfellum.
Með öðrum orðum: það cr til skilningur á reglu - þar með
skilningur á hvaða orði sem vera skal - sem verður sýndur en
ekki sagður. Því ef hann yrði sagður væri þar ekki annað
komið en enn ein túlkunin á reglunni. Wittgenstein botnar svo
þessa grein Rannsóknanna með þessum orðum:
Þess vegna finnst okkur freistandi að segja: sérhver breytni
samkvæmt reglunni er túlkun á henni. En „túlkttn" eigum við
ekki að kalla annað en það að reglan sé látin í ljósi með öðrum
hætti.
20