Hugur - 01.01.1989, Side 37
HUGUR
INGIMAR INGIMARSSON
Silesius var samtímamaður Leibniz sem þekkti verk hans.
Það kemur fram í bréfi sem Heidegger vitnar í en þar lýsir
Leibniz skáldskap Silesiusar sem fögrum en „einstaklega djörf-
um, þrungnum erfiðum hugsunum sem jaðri við guðleysi.“31
Þetta þarf auðvitað engan að undra þegar þess er gætt að
Silesius andmælir sjálfu lögmálinu sem kennt er við Leibniz. I
raun segir Leibniz að ekkert sé án hversvegna, en þá segir
Silesius „Rósin er án hversvegna!“ Heilbrigð skynsemi segir
okkur auðvitað strax að skáldinu skjátlist hrapallega um rósina.
Svar Heideggers felur í sér þá afstöðu að skynsemin sé harð-
vítugasti andstæðingur hugsunarinnar.32 Ég ætla að reyna að
skýra þetta í lokin.
Rökin gegn því að rósin sé án hversvegna eru eitthvað á
þessa leið: Rós er nafn á blómi og hvaða garðyrkjumaður eða
náttúrufræðingur sem er getur skýrt fyrir okkur skilyrði og
orsakir þess að blóm springa út. En, svarar Heidegger, skáldið
sagði ekki að rósin væri án ástæðu. Það sagði að hún væri án
hvers vegna. Hér verður segir hann ennfremur, að greina á
milli „vegna þess“ og „hvers vegna“ en tengslin við ástæðuna
eru ekki þau sömu. „„Hvers vegna“ spyr um ástæðuna en
„vegna þess“ segir frá henni. I lvers vegna leitar ástæðu, vegna
þess gefur hana.“33
Með öðrum orðum: Angelus Silesius neitar því ekki að
ástæða sé fyrir rósinni, reyndar kemur það fram í síðari setn-
ingu fyrri ljóðlínunnar að rósin blómstrar vegna þess að hún
blómstrar. Hún er án hvers vegna en ekki vegna þess. Það er
ástæða fyrir rósinni sem hún hvorki skeytir né spyr um.
Það sem dulspekingurinn er að reyna að benda á er því að
rósin sé alls ekki eins og menn. Menn velti stöðugt fyrir sér
ástæðum og spyrji spurninga, setji fram kenningar og reikni.
Rósin aftur á móti blómstri án þess að vella nokkurn tíma fyrir
sér ástæðum þess.
Menn gera aldrei neitt án tilefnis hversu fáránleg sem þau
kunna að vera en rósin er ekki þannig, hún blómstrar án þess að
31 Samarit, bls. 68.
32 Martin Heidegger: „Nietzsches Wört „Gott ist tot““, bls. 247, í
Holzwege, Vittorio Klostermann, Frankfurt am Main 1950, fjórða
útg.1963, bls. 193-248.
33 Martin Heidegger: Der Satz vom Grund, bls. 70.
35