Hugur - 01.01.1989, Síða 43

Hugur - 01.01.1989, Síða 43
HUGUR SIGURÐUR KRISTINSSON klíkunnar koma hver öðrum til aðstoðar, jafnt í einkalífi sem í glæpastarfseminni sjálfri, hafa skemmtun og félagskap hverjir af öðrum, bera virðingu hver fyrir öðrum og svo framvegis. Slíkur vinskapur virðist glæpaklíkum nánast lífsnauðsyn, því að án hans ættu þær erfiðara en ella með að skipuleggja og dylja starfsemi sína og flýja þannig öfl réttvísinnar. Hér höfum við þá dæmi um að vinátta leiði alls ekki til réttlætis, heldur þvert á móti: hún virðist ganga í lið með óréttvísinni. Fleiri dæmi mætti nefna um þetta, svo sem það hvemig vinskapur manna virðist oft undirrót hvers kyns fyrirgreiðslupólitíkur, klíkuskapar og spillingar í þeim málum, þar sem sóst er eftir völdum, auði eða mannvirðingum. Ekki mun heldur óþekkt að fólk svíki undan skatti til að geta verið rausnarlegt við sína nánustu. Slík dæmi virðast sýna að vináttan geti leitt til þess að menn freistist til að víkja réttlætinu til hliðar, með því að bregðast skyldum sínum eða beita aðra menn órétti, allt í þágu sinna eigin vina. Þó er enn ekki öll sagan sögð, því að til er líka, að umhyggja fólks hvert fyrir öðru verði til þess að réttlætið víki í þeirra eigin samskiptum, svo sem þegar einn veldur öðrum skaða með því að ætla að hafa vit fyrir honum langt umfram það sem eðlilegt má teljast, af eintómum velvilja eða umhyggjusehii. Um þetta mætti nefna ofur hversdagsleg dæmi, en öfgakennt dæmi í þessa veru gæti verið ef ég ætti vin sem hyggðist stytta sér aldur og af eintómri samkennd og meðaumkun hvetti ég hann til að binda endi á þjáningar sínar eða hjálpaði honum jafnvel til þess. Þar með hefði ég af vinar- hug framið hinn alvarlegasta glæp. Af þessum vangaveltum væri freistandi að draga þá ályktun, að hversdagsleg dæmi sýni að vinátta og réttlæti hljóti annaðhvort að vera óháð hvort öðru, eða að vináttan sé í eðli sínu andsnúin réttlætinu; hún villi um fyrir mönnum svo að þeir blindist á rétt og rangt. Vináttan komi iðulega fram sem úlfur í sauðargæru og tæli menn til ranginda. Hún hvetji menn til að gera hver öðrum gott án þess að hirða um hvers konar ráðum skuli beitt til að koma hinu góða til leiðar, eða láta það sig varða hvort það sem mönnum virðist gott geti talist gott í raun og veru. 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.