Hugur - 01.01.1989, Síða 75

Hugur - 01.01.1989, Síða 75
HUGUR JÖRUNDUR GUÐMUNDSSON sínu Rannsókn á undirstöðum siðferðisins, þá hafi Hume leyst lögmálið eða kenninguna um samhygð af hólmi með hugtakinu góðvild. Ég held því fram að Hume hafi í grundvallaratriðum sömu kenningu fram að færa í þessu riti, nema hvað hann breyti framsetningunni og aðferðafræðilegum formerkjum kenningarinnar. Hér á ég við að Hume hafi gefið upp á bátinn hugmynd sína um vísindalega tilraunaaðferð sem lögð skyldi til grundvallar hugmyndum lians um siðferði, en þessi aðferð var sannarlega leiðarljós hans þegar hann samdi Ritgerðina um mannlegt eðli. I Rannsókninni á undirstöðum siðferðisins hafnar Hume sálarfræði sinni sem byggð var upp í krafti þess- arar aðferðar og hann breytir einnig nokkuð um í hugtaka- notkun sinni. Hér tel ég vera að finna grundvöllinn að þeim víðtæka misskilningi sem viðgengist hefur allt frá síðustu öld um raunverulega kenningu Humes í Rannsókninni. I ljósi þessa vil ég leggja áherslu á mikilvægi þess að hafa ávallt hugfasta þá greinargerð se'm Hume setur fram um siðferðið í Ritgerðinni um mannlegt eðli, þegar menn taka sér fyrir hendur að skýra og skoða seinna ritið. I Fyrst er þá að nefna hugtakið samhygð og hlutverk þess í kenningu Hume um siðferði. Grundvöllinn að kenningunni leggur Hume með greinargerð sinni fyrir svonefndum af- leiddum tilfinningum (impressions of reflexion) þar sem hann tilgreinir að þessar tilfinningar séu þær einar sem eigi sér upptök í vitundarlífi manna og að þær eigi sér ávallt orsök í fyrri reynslu, án þess þó að vera allar af sama tagi. Helstar af þessu tilfinningum telur Hume vera: ást, hatur, stolt og blygðun. Enn fremur telur hann siðferðilegt mat manna vera meira eða minna fólgið í þessum fjórum ástríðum, þar sem þær séu í rauninni þær tilfinningar sem við berum í brjósti þegar við bregðumst vel eða illa við eiginleikum manna. En þær eru hlutdrægar, segir Hume. Hér erum við komin að einu höfuðviðfangsefni Humes, því það: Að telja mann hafa dyggð til að bera er að elska hann á vissan hátt, að telja mann hafa löst er að bera til hans nokkurs konar hatur. En ef ást og hatur eru hlutdrægar ástríður, hvernig er þá 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.