Hugur - 01.01.1989, Síða 75
HUGUR
JÖRUNDUR GUÐMUNDSSON
sínu Rannsókn á undirstöðum siðferðisins, þá hafi Hume leyst
lögmálið eða kenninguna um samhygð af hólmi með hugtakinu
góðvild. Ég held því fram að Hume hafi í grundvallaratriðum
sömu kenningu fram að færa í þessu riti, nema hvað hann
breyti framsetningunni og aðferðafræðilegum formerkjum
kenningarinnar. Hér á ég við að Hume hafi gefið upp á bátinn
hugmynd sína um vísindalega tilraunaaðferð sem lögð skyldi
til grundvallar hugmyndum lians um siðferði, en þessi aðferð
var sannarlega leiðarljós hans þegar hann samdi Ritgerðina
um mannlegt eðli. I Rannsókninni á undirstöðum siðferðisins
hafnar Hume sálarfræði sinni sem byggð var upp í krafti þess-
arar aðferðar og hann breytir einnig nokkuð um í hugtaka-
notkun sinni. Hér tel ég vera að finna grundvöllinn að þeim
víðtæka misskilningi sem viðgengist hefur allt frá síðustu öld
um raunverulega kenningu Humes í Rannsókninni.
I ljósi þessa vil ég leggja áherslu á mikilvægi þess að hafa
ávallt hugfasta þá greinargerð se'm Hume setur fram um
siðferðið í Ritgerðinni um mannlegt eðli, þegar menn taka sér
fyrir hendur að skýra og skoða seinna ritið.
I
Fyrst er þá að nefna hugtakið samhygð og hlutverk þess í
kenningu Hume um siðferði. Grundvöllinn að kenningunni
leggur Hume með greinargerð sinni fyrir svonefndum af-
leiddum tilfinningum (impressions of reflexion) þar sem hann
tilgreinir að þessar tilfinningar séu þær einar sem eigi sér
upptök í vitundarlífi manna og að þær eigi sér ávallt orsök í
fyrri reynslu, án þess þó að vera allar af sama tagi. Helstar af
þessu tilfinningum telur Hume vera: ást, hatur, stolt og
blygðun. Enn fremur telur hann siðferðilegt mat manna vera
meira eða minna fólgið í þessum fjórum ástríðum, þar sem
þær séu í rauninni þær tilfinningar sem við berum í brjósti
þegar við bregðumst vel eða illa við eiginleikum manna. En
þær eru hlutdrægar, segir Hume. Hér erum við komin að einu
höfuðviðfangsefni Humes, því það:
Að telja mann hafa dyggð til að bera er að elska hann á vissan
hátt, að telja mann hafa löst er að bera til hans nokkurs konar
hatur. En ef ást og hatur eru hlutdrægar ástríður, hvernig er þá
73