Hugur - 01.01.1989, Síða 81
HUGUR
JÖRUNDUR GUÐMUNDSSON
raunverulegum aðstæðum. Því segir hann: „Er við linum
áþján einlivers manns, þá er hvötin að baki þess sú manngæska
sem okkur er í blóð borin.“ 10 Ég skil það svo, að það sé staða
okkar gagnvart öðrum mönnum, eins og hún kemur okkur
fyrir sjónir fyrir tilstilli ímyndunarinnar, sem sé grundvöllur
þessarar eðlislægu mamigæsku:
Við höfum ljósa mynd í huga okkar (segir Hume), af öllu því
sem okkur er nákomið. Allar mannverur eru okkur tengdar, fyrir
tilstilli skyldleika. Persóna þeirra, hagsmunir, ástnður, áþján og
gleði, hlýtur því að koma okkur ljóslifandi fyrir sjónir og geta af
sér tilfinningar sem líkjast hinum upprunalegu, vegna þess
hversu auðveldlega skýrar og ljóslifandi hugmyndir umbreytast í
tilfinningar.* 11
Ég tel ekki að Hume gangi hér að því sem vísu, að við
berum umhyggju fyrir öðru fólki. í þessu atriði virðist mér að
ég sé ósammála Páli Ardal, en hann heldur því fram, að Hume
geri sér ekki grein fyrir mikilvægi þess að skýra hvers vegna
fluttar tilfinningar, líkt og áþján einhvers manns, skuli vekja
upp í okkur umhyggju fyrir þessum sama manni.12 Þetta
sjónarmið er réttmætt, svo langt sem það nær, en mergurinn
málsins er sá, að þetta sjónarmið lítur á hugmynd Humes um
samhygð frá því sjónarhomi, sein ég þykist hafa sýnt fram á
að fái ekki staðist. Ég vil halda því fram að Hume hafi losað sig
við þá kvöð, að skýra umhyggju okkar fyrir tilstilli tilfinn-
ingaflutnings, með því að hann endurbætir greinargerð sína
fyrir samhygðinni á þann hátt að það er ímyndunin, en ekki
tilfinningaflutningur, sem gegnir lykilhlutverki í samhygðar-
umhyggju okkar fyrir öðmm mönnum.
Til þess að forðast misskilning, þá er rétt að benda á eitt
atriði sem hafa verður hugfast varðandi samhygð í þessum
skilningi. Hér hef ég í huga það, að þrátt fyrir að þetta ferli
ímyndunarinnar setji okkur í raunverulegar aðstæður þeirra
sem finna til þeirra tilfinninga sem athygli okkar beinist að, þá
felur þessi staða ekki það í sér, að við verðum til dæmis ösku-
vond vegna þess eins að manneskjan sem er viðfang hugsunar
okkar er öskuvond. Það sem Hume vill sýna fram á er, að með
10 David Hume, samarit, bls. 289.
11 Sama rit, bls. 117.
12 Páll S. Árdal: Samarit, bls. 51.
79