Hugur - 01.01.1989, Qupperneq 89
HUGUR
JÖRUNDUR GUÐMUNDSSON
efni okkar, að meta gildi og getu þessarar kenningar Humes al-
gerlega að nýju.
í túlkunum sem þessari held ég að mikilvægt sé, að leggja
minni áherslu á framsetningarmáta Ilumes á einstökum
atriðum í tilteknum málsgreinum og reyna þess í stað að beina
athyglinni að því að skoða hugsun hans og skrif í heild sinni.
Það er þessi skilningur sem beita þarf, þcgar einstök ósam-
rýmanleg vandamál koma upp, líkt og spurningin um hlutverk
góðvildar, og honum er best beitt með því að spyrja í hvívetna
hvemig Hume hafi hugsanlega getað haldið einhverju slíku
fram. Rýni í einstök atriði eingöngu er það sem ég held að hafi
talið mörgum fræðimönnuin trú um að Iluine hafi í Rann-
sókninni varpað frá sér ýmsum þeirra höfuðatriða er hann
setti fram kenningu sinni til stuðnings í Ritgerðinni.
Rækileg athugun á Rannsókninni, með þennan skilning á
verkum Humes að leiðarljósi, leiddi mig að lokum að þeirri
niðurstöðu, að Ritgerð urn mannlegt eðli og Rannsókn á undir-
stöðum siðferðisins - viðhorf ungs manns og gamals - eiga
mun fleira sameiginlegt, en mér hafði verið kennt að vænta
mætti. Hugleiðingar Humes sjálfs um þetta efni, virðast styðja
niðurstöðu mína, þar sem hann segir í æviminningum sínum:
Ég hef alltaf talið, að gæfuleysi mitt við útgáfu Ritgerðarínnarum
mannlcgteðli, hafi átt rót sína að rekja til framsetningar fremur
en innihalds... 20
20 David Hume: Essays, Moral, Political and Litcrary, ritstj. T.H. Green
& T.H. Grose, Oxford University Press 1963, bls. 3. Atli Harðarson
hefur þýtt þetta ævisögubrot Humes og birtist það ásamt Rannsókn á
skilningsgáfunni i samnefndri bók, útgcfinni af Hinu íslenska
bókmenntafélagi, Reykjavfk 1988, bls. 38. Bent skal á að í sömu bók
kallar Atli Ritgerðina (þ.e. Treatise of Human Naturc) Tilraun um
manneðlið.
87