Hugur - 01.01.1989, Page 90
RITDÓMAR
ÞORLEIFUR HALLDÓRSSON
LOF LYGINNAR
Inngangur eftir Halldór Hermannsson
Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1989.
Þorleifur Halldórsson (1683-1713) samdi Lof lyginnar árið 1703 á latínu
og þýddi sjálfur á íslensku árið 1711. Latnesk gerð ritsins er glötuð, en
þýðingin er til í nokkrum uppskriftum og hefur áður verið gefin út af Hall-
dóri Hermannssyni. Ritið er samið að erlendri fyrirmynd og er það eink-
um Lof heimskunnar (Moríæ encomium, 1511) eftir Desiderius Erasmus
frá Rotterdam (Gert Geerts) sem Þorleifur tekur mið af; en Halldór nefnir
þessa bókmenntategund trúðskaparmál.
Bókin Lof lyginnar er gefin út í lærdómsritaflokki Bókmenntafélags-
ins. Af lista aftast í henni má sjá að hún er fyrsta frumsamda íslenska
verkið í flokknum, en ýmis önnur innlend rit gætu sómt sér þar vel.
Lærdómsritin verða æ marktækari útgáfa á vettvangi hugmyndasögunnar,
en þó spillir engilsaxnesk slagsíða þar nokkuð fyrir (12 rit af 22).
Enda þótt Lof lyginnar sé stutt ritgerð eða aðeins 52 síður í þessari
útgáfu, er bókin tvöfalt stærri. I henni er nefnilega margháttað ítarefni:
„Inngangur“ eftir Halldór Hermannsson (þýddur af Þorsteini Antons-
syni), „Forsvarsræða höfundar“, „Athugasemdir“ eftir Gunnar Harðar-
son, „Orðskýringar" og loks „Eftirmáli" eftir Þorstein Hilmarsson.
Þorleifur Halldórsson var bersýnilega gáfumaður. Velunnarar studdu
hann til mennta, og árið 1703 hélt hann utan til frekara náms, þá tvítugur
að aldri. Á leiðinni lenti hann í hrakningum og samdi þá Lof lyginnar á
skipsfjöl. Hann var mikill latínumaður og skáld gott á þú tungu. Þorleifur
nam meðal annars stjörnufræði í Kaupmannahöfn og tók þar meistarapróf.
Á íslandi varð hann rektor Hólaskóla, en honum entist ekki lengi aldur því
hann dó um þrítugt „úr berklum og öðrum krankleika", að sögn Halldórs
Hermannssonar (bls. 17).
I formála bendir Halldór Hermannsson á galla á verki Þorleifs. Hann
hafi ekki veri mikill grískumaður, farið sé vitlaust með sumar tilvitnanir en
það kunni reyndar stundum að stafa af vísvituðum útúrsnúningi og stund-
um af því að höfundurinn hafði ekki heimildarit við höndina. Þá segir
Halldór: „rökin eru ekki öll jafn snjöll og stundum missir hann tökin á
hlutverki háðfuglsins“ (24). Ritið standi Lofi heimskunnar eftir Erasmus
langt að baki. Engu að síður er Loflyginnar skemmtilegt og vel samið rit,
og raunar fer höfundurinn víða á kostum.
Mælskulistin var til forna talin fást við þrjú meginsvið, svo sem fram
kemur hjá Aristótelesi. Þau voru stjómmálaræður sem miðuðu að því að
snúa mönnum á sveif með eða á móti ákveðnu málefni; tækifærisræður